Getraunaleikir » Tveir með 13 rétta
Til baka í listaTveir með 13 rétta
Getrauna-fréttir
Tveir tipparar voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðasta laugardag og tryggðu sér tæplega 1.5 milljónir hvor. Annar tippaði á kerfið 7-2-676, þar sem hann var með 7 þrítryggða leiki og tvo tvítryggða og borgaði fyrir það 8.112 krónur. Hinn tippaði á kerfið 7-0-939 eða sjö þrítryggða leiki og 939 raðir.
Tveir tipparar voru svo með 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum og fengu tæpar 700 þúsund krónur í sinn hlut.