Getraunaleikir » Vann 4,5 milljónir á Sunnudagsseðlinum

Til baka í listaVann 4,5 milljónir á Sunnudagsseðlinum
Getrauna-fréttir

Glúrinn tippari vann um 4,5 milljónir króna á Sunnudagsseðlinum þegar hann fékk 13 rétta, einn Íslendinga. Tipparinn notaði sparnaðarkerfið S 7-2-486 sem er nokkuð sterkt kerfi. Sett eru þrjú merki á sjö leiki og tvö merki á tvo leiki og eitt merki á fjóra leiki. Gangi kerfið upp eru 5,5% líkur á 13 réttum.