Getraunaleikir » Öllum leikjum á Enska getraunaseðlinum frestað

Til baka í listaÖllum leikjum á Enska getraunaseðlinum frestað
Getrauna-fréttir

Öllum leikjunum sem eru á Enska getraunaseðlinum hefur verið frestað og meirihluta leikja á Sunnudagsseðlinum.  Það þýðir að kastað verður upp á úrslit leikjanna í samræmi við þær reglur sem eru í gildi hjá Íslenskum getraunum. Tipparar geta séð fjölda kúlna sem merktar eru með táknunum 1, X eða 2 þegar smellt er á getraunaseðlana hér á vefnum. Þar sem sala var hafin áður en leikjunum var frestað, mun sala halda áfram eins og venjulega fram að lokunartíma. Allar líkur eru á að engir getraunaseðlar verði í boði í næstu viku.