Getraunaleikir » Verðhækkun í getraunum

Til baka í listaVerðhækkun í getraunum
Getrauna-fréttir

Gengi íslensku krónunnar hefur gefið eftir gagnvart sænsku krónunni og er nú um stundir 14,78. Íslenskar getraunir hafa því ákveðið að hækka verð hverrar raðar í getraunum  úr 13 krónum í 14 krónur og tekur hækkunin gildi strax. Vegna samstarfs Getrauna við Svenska Spel eru vinningar reiknaðir út miðað við verðgildi sænsku krónunnar.  Því er nauðsynlegt að söluverð hverrar raðar sé sem næst verðgildi sænsku krónunnar.