Getraunaleikir » Verðhækkun í Getraunum

Til baka í listaVerðhækkun í Getraunum
Getrauna-fréttir

Gengi íslensku krónunnar hefur gefið eftir gagnvart sænsku krónunni og er nú um stundir 15,68. Íslenskar getraunir hafa því ákveðið að hækka verð hverrar raðar úr 14 krónum í 15 krónur. Leitast er við að hafa verð á hverri röð sem næst verðgildi einnar sænskrar krónu, enda eru vinningar reiknaðir út miðað við verðgildi sænsku krónunnar vegna samstarfs Getrauna við sænsku getraunirnar.