Getraunaleikir » Með 13 rétta og vann 8,6 milljónir

Til baka í listaMeð 13 rétta og vann 8,6 milljónir
Getrauna-fréttir

Einn glúrinn tippari var með alla leikina í getraunum rétta á laugardaginn og fær í sinn hlut tæplega 8,6 milljónir króna. Tipparinn þrítryggði 4 leiki af 13, tvítryggði 2 leiki og var með sjö leiki með einu merki. Alls kostaði getraunaseðillinn 4.860 krónur. Tipparinn styður Ögra, íþróttafélag heyrnalausra. Þess má geta að næsta laugardag verður risapottur í getraunum og vinningurinn fyrir 13 rétta verður 200 milljónir króna.