Getraunaleikir » Unnu 1,5 milljónir í Getraunum

Til baka í listaUnnu 1,5 milljónir í Getraunum
Getrauna-fréttir

Þrír Íslendingar voru með alla leikina rétta á enska getraunaseðlinum og unnu sér inn rúmlega 1,5 milljónir króna hver. Tveir af þremur vinningshöfum keyptu seðilinn góða í félagakerfi Getrauna en það er sölukerfi íþróttafélaga landsins, sá þriðji keypti seðilinn með snjalltæki. Vinningshafarnir styðja liðin Fjölni, ÍR og Sindra á Hornafirði og greiddu 810, 960 og 2430 krónur fyrir sína seðla en þegar tipparar merkja seðilinn með getraunanúmeri félags rennur hluti af upphæð seðilsins beint til þess íþróttafélagsins.

Íslenskar Getraunir óska vinnningshöfum innilega til hamingju með vinninginn.