Getraunaleikir » Enski seðilinn spilaður á sunnudag
Til baka í listaEnski seðilinn spilaður á sunnudag
Getrauna-fréttir
Síðasta umferð tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fer fram á sunnudaginn og þess vegna verður gerð breyting á getraunaseðlum helgarinnar. Enski seðilinn, sem venjulega er spilaður á laugardögum, verður spilaður á sunnudag og eru 250 milljónir í pottinum fyrir 13 rétta. Enski seðillinn lokar klukkan 14:00 á sunnudag.
Á laugardaginn er í boði getraunaseðill með völdum leikjum úr Evrópsku knattspyrnunni og skal merkja við aukaseðil þegar tippað er á hann. Lokar seðillinn klukkan 12:00 á laugardaginn.