Getraunaleikir » 13 réttir og 6,6 milljónir í vinning

Til baka í lista13 réttir og 6,6 milljónir í vinning
Getrauna-fréttir

Tippararnir tveir sem voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum um síðustu helgi voru ánægðir með vinninga sína, en hvor þeirra hlaut tæpar 6,6 milljónir króna með aukavinningum. Báðir tippuðu þeir á vefnum og báðir eiga það sameiginlegt að tippa sjaldan og hafa frekar lítið vit á boltanum að eigin sögn. Þá langaði bara til að prófa að vera með og tippa í risapottinum sem var í boði um síðustu helgi. Báðir keyptu þeir 128 raða miða með 7 tvítryggingum sem kosta 1.920 krónur með þessum líka fína árangri.