Getraunaleikir » Stuðningsmaður KR vann 9,2 milljónir í Getraunum

Til baka í listaStuðningsmaður KR vann 9,2 milljónir í Getraunum
Getrauna-fréttir

Stuðningsmaður KR sem keypti Sunnudagsseðilinn hjá Íslenskum getraunum í gær reyndist glúrinn og var með alla 13 leikina rétta á seðlinum. Vinningsupphæðin með aukavinningum er rúmar 9,2 milljónir króna en miðinn kostaði 1.080 krónur. Tipparinn valdi að þrítryggja tvo leiki, tvítryggja þrjá leiki og átta leikir voru með einu merki. Tipparinn merkir getraunaseðil sinn með 107 sem er getraunanúmer KR.

Víkingar öflugir
Á laugardaginn voru þrír tipparar með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum.  Einn getraunaseðillinn var húskerfi Víkinga sem sló í 13 rétta og skilar rúmri 1.1 milljón króna og er það ekki í fyrsta sinn sem húskerfið slær í gegn hjá Víkingum. Víkingar hittast í félagsheimilinu á laugardögum í getraunakaffi og slá saman í gott kerfi. Ljóst er að Víkingar kunna ekki bara að sparka í boltann og vinna titla heldur kunna þeir líka að tippa á boltann. Hinir tveir vinningshafarnir eru stuðningsmenn Hauka og Grindavíkur.