Getraunaleikir » Húskerfi Íþróttafélags fatlaðra í Reykavík með 13 rétta
Til baka í listaHúskerfi Íþróttafélags fatlaðra í Reykavík með 13 rétta
Getrauna-fréttir
Það voru fjórir getraunaseðlar með 13 rétta síðastliðinn laugardag á Enska getraunaseðlinum og fær hver rúmar 700 þúsund krónur í sinn hlut. Einn getraunaseðillinn var húskerfi Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík en félagið hefur verið með öflugt getraunastarf í fjölda ára. En það var ekki bara húskerfið sem fékk 13 rétta, það gerði einnig einn stuðningsmaður ÍFR og er sá rúmum 700 þúsund krónum ríkari fyrir vikið.
Hinir tveir getraunaseðlarnir voru keyptir í félagakerfi Grindavíkur og á sölustað á Ísafirði.