Getraunaleikir » Valsari og stuðningsmaður ÍFR unnu 1.8 milljónir í getraunum hvor.

Til baka í listaValsari og stuðningsmaður ÍFR unnu 1.8 milljónir í getraunum hvor.
Getrauna-fréttir

Stuðningsmaður Vals og stuðningsmaður Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík unnu rúmar 1.8 milljónir króna þegar þeir fengu 13 rétta á Sunnudagsseðilinn í getraunum. Valsarinn tippaði á Ú-kerfi þar sem hann þrítryggði 5 leiki, tvítryggði 3 leiki og var með eitt merki á 5 leikjum. Kostaði kerfið 7.800 krónur. Stuðningsmaður ÍFR var með tvöfalt stærra kerfi og fjóra leiki með einu merki og kostaði það 14.805 krónur. Bæði kerfin gengu upp og skiluðu tippurunum rúmum 1.8 milljónum króna.