Getraunaleikir » Breyting á framsetningu vegna hlutkestis í getraunum.

Til baka í listaBreyting á framsetningu vegna hlutkestis í getraunum.
Getrauna-fréttir

Breyting hefur verið gerð á þeim einingum sem notaðar eru þegar leik er frestað á getraunaseðli og nauðsynlegt er að beita hlutkesti til að fá fram úrslit. Áður voru 16 kúlur í potti sem merktar voru 1, X eða 2 og fór fjöldi kúlna með hverju merki eftir því hverjar líkur voru á heimasigri, jafntefli eða útisigri.
Breytingin er ekki mikil en snýst um að nú eru 100 einingar í pottinum sem dregið er úr. Þær ákvarðast af líkum á heimsigri, jafntefli eða útisigri á viðkomandi leik, þann dag sem opnað er fyrir sölu á getraunaseðlinum. Í þeim tilfellum sem líkur liggja ekki fyrir, ákvarðar Svenska Spel líkurnar.
Einingin er valin af Svenska Spel með handahófskenndum hætti (random generator) og eru líkurnar birtar á vefsíðu Getspár/Getrauna eins og áður, nema að nú eru einingarnar 100 í stað 16 áður.  

Dæmi:
Upphafsstuðlar í leik eru 1.66 (1), 4.25 (X) og 5.15 (2) sem gefur í prósentum 58%, 23% og 19%.
Táknið 1 fær því einingu 1-58, X fær einingu 59-81 og 2 fær einingu 82-100.