Getraunaleikir » Enski getraunaseðillinn - frestaðir leikir
Til baka í listaEnski getraunaseðillinn - frestaðir leikir
Getrauna-fréttir
Alls hefur sex leikjum verið frestað sem eru á Enska getraunaseðlinum á laugardaginn. Samkvæmt reglum sem gilda um getraunaseðilinn fellur hann niður þegar sjö eða fleiri leikjum á seðlinum er frestað. Fari svo að einum leik til viðbótar sem er á Enska getraunaseðlinum verði frestað, verður seðillinn felldur niður og munu tipparar fá seðla sína endurgreidda.
Nánari upplýsingar koma fram hér á síðunni um leið og þær berast.