Getraunaleikir » Enski getraunaseðillinn fellur niður

Til baka í listaEnski getraunaseðillinn fellur niður
Getrauna-fréttir

Enski getraunaseðillinn fellur niður þessa helgi og hefur verið lokað fyrir sölu þar sem fjölda leikja á seðlinum hefur verið frestað.
Reglan er sú að ef sjö eða feiri leikjum á getraunaseðlinum er frestað skal fella getraunaseðilinn niður.
Allir tipparar sem keypt hafa miða munu fá hann endurgreiddan og fer endurgreiðslan fram næstkomandi mánudag. Þeir sem keypt hafa miða á sölustöðum fá miða sína endurgreidda þar, eða geta komið með miðann í afgreiðslu Getrauna að Engjavegi 6.
Í hópleik mun bara Sunnudagsseðillinn gilda.