Getraunaleikir » Heppinn tippari með 12,8 milljónir í sjálfvali.

Til baka í listaHeppinn tippari með 12,8 milljónir í sjálfvali.
Getrauna-fréttir

Það var heppinn tippari sem vann 12,8 milljónir króna á Sunnudagsseðilinn í sjálfvali þegar hann tippaði á Sunnudagsseðilinn hjá Íslenskum getraunum um helgina. Tipparinn notaði app Íslenskra getrauna við sjálfvalið. Getraunaseðillinn sem hann keypti var 64 raðir og kostaði miðinn 896 krónur.  Það sýnir sig að sjálfval getur skilað góðum vinningi í getraunum, sér í lagi þegar úrslitin eru óvænt á getraunaseðlinum.

Húskerfi Fram fékk 13 rétta á Enska getraunaseðilinn á laugardag og fá Frammarar rúmar 1.5 milljón króna í sinn hlut. „Við vorum með nokkur kerfi í gangi og það var litla kerfið sem gaf 13 rétta“ sagði kátur forsvarsmaður getraunastarfsins hjá Fram en kerfið var sparnaðarkerfi með 10 tvítryggðum leikjum og kostaði 1.792 krónur.