Getraunaleikir » Vann 8,2 milljónir í getraunum

Til baka í listaVann 8,2 milljónir í getraunum
Getrauna-fréttir

Einn tippari var með alla leikina 13 rétta á enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag. Alls hljóðaði vinningurinn upp á rúmar 8,2 milljónir króna.  Tipparinn keypti getraunaseðilinn á sölustaðnum Bláhornið á Grundarstíg. Miðinn var með tveim þrítryggðum leikjum og þrem tvítryggðum leikjum og var 144 raðir sem kosta 1.872 krónur.  Tipparinn styður við Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavik.