Getraunaleikir » Tipparar á skotskónum - 6,7 milljónir

Til baka í listaTipparar á skotskónum - 6,7 milljónir
Getrauna-fréttir

Tipparar voru á skotskónum um verslunarmannahelgina og var einn tippari með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum og fær hann í sinn hlut 6,7 milljónir króna. Tipparinn tvítryggði 9 leiki, þrítryggði 1 leik og var með 3 leiki með einu merki og kostaði getraunaseðillinn 19.968 krónur. Tipparinn styður Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar.
Svo bættist aðeins í þjóðhátíðarstemminguna hjá tipparanum frá Vestmannaeyjum sem fékk rúma eina milljón króna fyrir 12 rétta á Sunnudagsseðlinum.

Þess má geta að risapottur verður í boði á Enska getraunaseðlinum næstkomandi laugardag upp á 170 milljónir króna.