Getraunaleikir » Fékk 13 milljónir fyrir 13 rétta á Enska getraunaseðilinn

Til baka í listaFékk 13 milljónir fyrir 13 rétta á Enska getraunaseðilinn
Getrauna-fréttir

Íslenskur tippari var einn af 13 tippurum sem var með alla 13 leikina  rétta á Enska getraunaseðlinum á laugardag og fær hver þeirra 13 milljónir króna í sinn hlut.  Hinir tólf tippararnir koma frá Svíþjóð.
Auk þess var tipparinn með 5 raðir með 12 réttum, 37 raðir með 11 réttum og 186 raðir með 10 réttum og fær hann 1 milljón króna til viðbótar í aukavinninga eða samtals 14 milljónir króna.
Tipparinn styður við bakið á Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík, en það var einmitt stuðningsmaður ÍFR sem fékk 13 rétta á síðasta Miðvikudagsseðil. Þess má geta að getraunanúmer ÍFR er 121 fyrir þá sem vilja styðja við bakið á félaginu.