Getraunaleikir » Miðvikudagsseðillinn - lokað og endurgreitt

Til baka í listaMiðvikudagsseðillinn - lokað og endurgreitt
Getrauna-fréttir

Alls hefur sjö leikjum verið frestað sem eru á Miðvikudagsseðlinum. það þýðir að lokað hefur verið fyrir sölu á seðlinum og þeir sem hafa keypt raðir munu fá þær endurgreiddar.  Þeir sem keyptu raðir á netinu munu fá þær endurgeiddar inn á spilareikning sinn hjá Íslenskum getraunum. Þeir tipparar sem keyptu raðir á sölustöðum munu fá þær endurgeiddar þar eða á skrifstofu Íslenskra getrauna að Engjavegi 6. Áætlað er að greiðslur gangi í gegn eftir hádegi á morgun miðvikudag.
Ástæða frestunar leikja er kuldi á Englandi en leikirnir eru úr neðri deildum Englands og vellirnir misvel úbúnir til að taka á móti kuldakasti sem þessu.