Getraunaleikir » Norðlendingur vinnur 1.5 milljónir í getraunum

Til baka í listaNorðlendingur vinnur 1.5 milljónir í getraunum
Getrauna-fréttir

Tippari að norðan var með alla 13 leikina rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og er rúmum 1.5 milljónum ríkari fyrir vikið.
Tipparinn tvítryggði átta leiki með því að setja tvö merki á hvern þeirra og setti svo eitt merki á hina fimm leikina. Miðinn kostaði 3.328 krónur og niðurstaðan var sú að hann fékk 13 rétta. Þess má geta að tipparinn hafði fulla trú á að Brighton myndi vinna Liverpool síðastliðin laugardag enda setti hann aðeins heimsigur á leikinn.