Getraunaleikir » Sunnlendingar getspakir í getraunum
Til baka í listaSunnlendingar getspakir í getraunum
Getrauna-fréttir
Tippari frá Vestmannaeyjum var með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og fær í sinn hlut rúmar 900.000 krónur.
Tipparinn, sem styður ÍBV, tippaði á opinn seðil þar sem hann þrítryggði 5 leiki og tvítryggði tvo leiki og kostaði seðillinn 12.636 krónur.
Annar Sunnlendingur, frá Höfn í Hornafirði, var svo með 13 rétta á Sunnudagsseðlinum og fær hann í sinn hlut tæpar 850.000 krónur.
Sá styður Sindra á Höfn. Hann tvítryggði 6 leiki á seðlinum sem kostaði hann aðeins 832 krónur.