Getraunaleikir » Getspakur tippari vinnur milljónir
Til baka í listaGetspakur tippari vinnur milljónir
Getrauna-fréttir
Getspakur tippari úr Vestmannaeyjum var með alla 13 leikina rétta á Sunnudagsseðlinum í getraunum og fær hann rúmar 4,5 milljónir í sinn hlut.
Þessi sami tippari var líka með alla leikina 13 rétta á Sunnudagsseðlinum fyrir tæpu ári síðan og vann þá 12.8 milljónir króna.
Tipparinn er ekki að nota stór kerfi heldur tippaði hann í bæði skiptin þannig að hann setti tvö merki á 6 leiki og eitt merki á 7 leiki sem gera 64 raðir á 832 krónur.