Getraunaleikir » Þróttari með þrettán rétta

Til baka í listaÞróttari með þrettán rétta
Getrauna-fréttir

Tippari sem styður Þrótt í Reykjavík var með alla leikina þrettán rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og vann rúmlega 1.8 milljón króna.
Tipparinn notaði Sparnaðarkerfi þar sem hann tvítryggir 10 leiki og hafði 3 leiki með einu merki. Alls er kerfið 128 raðir og kostaði 1.664 krónur.
Kerfið heitir S-0-10-128 þar sem S stendur fyrir Sparnaðarkerfi, 0 stendur fyrir fjölda þrítryggða, 10 fyrir fjölda tvítryggða og 128 stendur fyrir fjölda raða.