Getraunaleikir » Skagamenn vinna 4,5 milljónir í getraunum

Til baka í listaSkagamenn vinna 4,5 milljónir í getraunum
Getrauna-fréttir

Þeir eru kampakátir Skagamennirnir sem taka þátt í húskerfi ÍA í getraunum eftir leiki helgarinnar í enska boltanum. Þeir byrja tímabilið frábærlega og fengu 13 rétta á Enska getraunaseðilinn síðastliðinn laugardag.  Vinningsupphæðin er um 4,5 milljónir króna. „ Við festum leik 1 og leik 13 og spáðum því að Newcastle og WBA myndu vinna sína leiki sem gekk eftir. Síðan skárum við niður raðir og notuðum til þess kerfi Getrauna á vefnum og niðurstaðan varð 13 réttir“ sagði Guðlaugur Gunnarsson sem er í forsvari fyrir húskerfi ÍA. Alls eru 75 Skagamenn í hópnum sem tekur þátt í húskerfinu í hverri viku og skiptist vinningurinn á milli þeirra.  "Markmiðið með getraunastarfinu er að styðja myndarlega við starfið hjá ÍA og svo auðvitað að krækja í vinninga. Í fyrra spilaði hver og einn fyrir ca 300 krónur á viku að frádregnum vinningum. Mér sýnist allt stefna í að við komum út í plús á þessu keppnistímabili" sagði Guðlaugur að lokum.