Getraunaleikir » Vann 3 milljónir í Getraunum

Til baka í listaVann 3 milljónir í Getraunum
Getrauna-fréttir

Stuðningsmaður Sindra á Höfn í Hornarfirði fékk 13 rétta á Sunnudagsseðlinum í getraunum og er tæpum 3 milljón krónum ríkari. Stuðningsmaðurinn tippaði á kerfisseðil þar sem hann þrítryggir sjö leiki, setur tvö merki á tvo leiki og eitt merki á fjóra leiki og kostar slíkur miði 6.318 krónur. 
Einn tippari sem styður Hvíta Riddarann, var með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum á laugardeginum og er hann rúmum 500 þúsund krónum ríkari. Hann þrítryggði fjóra leiki, tvítryggði fjóra leiki og var með fimm leiki með einu tákni. Kostaði miðinn 1.872 krónur.
Tipparar sem tippa í getraunum geta valið að styðja við bakið á sínu íþróttafélagi og fær þá íþróttafélagið 10 - 26% af andvirði miðans í sinn hlut.