Getraunaleikir » Fréttir

 • 85 ára með 13 rétta
  Getrauna-fréttir

  85 ára stuðningsmaður KFS í Vestmannaeyjum fékk 13 rétta á Sunnudagsseðilinn í getraunum um helgina og fær hann rúmar 1,7 milljónir króna í vinning. Tipparinn tippar vikulega hjá KFS í Vestmannaeyjum en mikill kraftur er í getraunastarfi KFS sem er eitt öflugasta íþróttafélagið í sölu getraunaseðla á landinu. Auk þess hafa félagsmenn í KFS unnið Getraunadeild getrauna oftar en nokkurt annað félag á Íslandi og eiga til viðbótar nokkra Íslandsmeistaratitla í Getraunadeildinni.  

  Í Getraunadeildinni keppa hópar af öllu landinu innbyrðis , 10 vikur í senn, og er sá hópur sigurvegari sem fær flesta leiki rétta á tímabilinu. Öllum er heimil þátttaka og kostar ekkert að vera með. 
 • Vann 3 milljónir í Getraunum
  Getrauna-fréttir

  Stuðningsmaður Sindra á Höfn í Hornarfirði fékk 13 rétta á Sunnudagsseðlinum í getraunum og er tæpum 3 milljón krónum ríkari. Stuðningsmaðurinn tippaði á kerfisseðil þar sem hann þrítryggir sjö leiki, setur tvö merki á tvo leiki og eitt merki á fjóra leiki og kostar slíkur miði 6.318 krónur. 
  Einn tippari sem styður Hvíta Riddarann, var með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum á laugardeginum og er hann rúmum 500 þúsund krónum ríkari. Hann þrítryggði fjóra leiki, tvítryggði fjóra leiki og var með fimm leiki með einu tákni. Kostaði miðinn 1.872 krónur.
  Tipparar sem tippa í getraunum geta valið að styðja við bakið á sínu íþróttafélagi og fær þá íþróttafélagið 10 - 26% af andvirði miðans í sinn hlut.

 • KF - Dalvík/Reynir, stuðlar víxlast
  Getrauna-fréttir

  Við stuðlasetningu á leik KF gegn Dalvík/Reyni á Lengjunni víxluðust stuðlarnir. Leiknum hefur þar af leiðandi verið lokað og fá tipparar endurgreidda þá upphæð sem þeir tippuðu á leikinn í samræmi við grein 25 í reglugerð fyrir Íslenskar getraunir sem finna má hér á vefnum. 

 • Skagamenn vinna 4,5 milljónir í getraunum
  Getrauna-fréttir

  Þeir eru kampakátir Skagamennirnir sem taka þátt í húskerfi ÍA í getraunum eftir leiki helgarinnar í enska boltanum. Þeir byrja tímabilið frábærlega og fengu 13 rétta á Enska getraunaseðilinn síðastliðinn laugardag.  Vinningsupphæðin er um 4,5 milljónir króna. „ Við festum leik 1 og leik 13 og spáðum því að Newcastle og WBA myndu vinna sína leiki sem gekk eftir. Síðan skárum við niður raðir og notuðum til þess kerfi Getrauna á vefnum og niðurstaðan varð 13 réttir“ sagði Guðlaugur Gunnarsson sem er í forsvari fyrir húskerfi ÍA. Alls eru 75 Skagamenn í hópnum sem tekur þátt í húskerfinu í hverri viku og skiptist vinningurinn á milli þeirra.  "Markmiðið með getraunastarfinu er að styðja myndarlega við starfið hjá ÍA og svo auðvitað að krækja í vinninga. Í fyrra spilaði hver og einn fyrir ca 300 krónur á viku að frádregnum vinningum. Mér sýnist allt stefna í að við komum út í plús á þessu keppnistímabili" sagði Guðlaugur að lokum. 

 • Sunnudagsseðillinn lokar á laugardag kl. 15.00
  Getrauna-fréttir

  Ákveðið hefur verið að loka fyrir sölu á Sunnudagsseðli í getraunum kl. 15 á laugardag í stað þess að loka fyrir sölu á sunnudegi.  
  Lokað verður fyrir sölu á laugardagsseðlinum (Enski getraunaseðillinn) á sunnudaginn kl. 13.00.

  Þeir viðskiptavinir sem vilja tippa á Sunnudagsseðilinn í getraunum þurfa því að gera það fyrir kl. 15.00 á laugardaginn.
  Báðir getraunaseðlar gilda í hópleik eins og venjulega. 

 • Breyttur lokunartími á getraunaseðlum
  Getrauna-fréttir

  Lokaleikir í Ensku úrvalsdeildinni verða leiknir á sunnudag.  Því hefur verið ákveðið að hafa þá leiki á Enska getraunaseðlinum (laugardagsseðill) og mun verða lokað fyrir sölu á Enska getraunaseðlinum kl. 14.30 sunnudaginn 28. maí. 
  Enn fremur er breyting á lokunartíma Sunnudagsseðilsins en hann mun loka á laugardaginn 27. maí kl. 12:00. 

  Þau ykkar sem ætla að tippa á Sunnudagsseðilinn verða því að gera það fyrir kl. 12.00 á laugardaginn. 

 • Vann 1,9 milljón á Sunnudagsseðilinn
  Getrauna-fréttir

  Það getur borgað sig að tippa á Sunnudagsseðilinn í getraunum. Það veit stuðningsmaður Hauka sem var með alla leikina 13 rétta á Sunnudagsseðlinum í getraunum. Fær hann í sinn hlut 1.900.000 krónur í vinning.
  Tipparinn þrítryggði 6 leiki, tvítryggði 3 leiki og hafði fjóra leiki með einu merki.

 • Þróttari með þrettán rétta
  Getrauna-fréttir

  Tippari sem styður Þrótt í Reykjavík var með alla leikina þrettán rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og vann rúmlega 1.8 milljón króna.
  Tipparinn notaði Sparnaðarkerfi þar sem hann tvítryggir 10 leiki og hafði 3 leiki með einu merki. Alls er kerfið 128 raðir og kostaði 1.664 krónur.
  Kerfið heitir S-0-10-128 þar sem S stendur fyrir Sparnaðarkerfi, 0 stendur fyrir fjölda þrítryggða, 10 fyrir fjölda tvítryggða og 128 stendur fyrir fjölda raða.

 • Tveir tipparar með 3 milljónir fyrir 13 rétta
  Getrauna-fréttir

  Tveir tipparar voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag. Fá þeir hvor um sig rúmar 3 milljónir króna í sinn hlut.  Annar tipparinn tippaði á seðil með átta tvítryggðum leikjum og hafði fmm leiki með einu merki og keypti miðann í Lengju appinu.  Hinn tipparinn vann á kerfisseðil sem keyptur var í félagakerfi Íslenskra getrauna hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík.  Vinningshafarnir styðja annarsvegar Víking og hinsvegar Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík.

 • Einstæð móðir tippaði óvart og vann 3 milljónir
  Getrauna-fréttir

  Einn íslenskur tippari var með 12 leiki rétta á evrópska getraunaseðlinum á miðvikudaginn og fékk rúmar 3 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut. Vinningurinn kom henni mjög á óvart þar sem hún hafði ætlað sér að tippa á enska seðilinn fyrir næsta laugardag. Vinningsmiðinn var sjálfval og kostaði einungis  832 krónur í Lengju appinu sem vinningshafinn var nýbúinn að sækja. Enginn var með 13 rétta á evrópska seðlinum og einungis fimm með 12 rétta.

  Vinningurinn kom sér mjög vel, þar sem vinningshafinn er einstæð móðir og gat nýtt fjárhæðina til að borga niður skuldir og gert eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni.

  Tipparinn styður við bakið á Knattspyrnudeild Keflavíkur, en þess má geta að getraunanúmer þeirra er 230 fyrir þá sem vilja styðja við bakið á félaginu.