Getraunaleikir » Fréttir

 • Tvöfaldur risapottur á Miðvikudagsseðlinum
  Getrauna-fréttir

  Það er tvöfaldur risapottur á Miðvikudagsseðlinum og er hann áætlaður um 50 milljónir króna. Vinningsupphæðir fyrir 10 og 11 rétta á Sunnudagsseðlinum náðu ekki lágmarksupphæð og því bætast þær við vinninginn fyrir 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum. Athugið að lokað er fyrir sölu á Miðvikudagsseðlinum kl. 15.00 á fimmtudag. 

 • Fleiri stakir leikir á Lengjunni
  Getrauna-fréttir

  Íslenskar getraunir hafa ákveðið að fjölga verulega stökum leikjum á Lengjunni. Nú verða allir leikir stakir í 1. deild á Spáni og Ítalíu og úrvalsdeildinni í Þýskalandi svo og ensku 1. deildinni. Áfram verða allir leikirnir stakir í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeild Evrópu sem og valdir leikir úr öðrum deildum.

 • Íslandsmeistari í 2. og 3. deild 2017
  Getrauna-fréttir

  Kjartan Óskarsson og bróðir hans Reynir unnu Íslandsmótið í hópleik í 2. og 3. deild sem fram fór í vikum 43-52 2017 með hópinn 270 6-0.
  Heitir hópurinn eftir kerfinu S 6-0-56 sem þeir nota í hópleiknum með góðum árangri.

 • Ný Getraunadeild - vegleg útdráttar verðlaun
  Getrauna-fréttir

  Ný Getraunadeild, sem byggir á gamla hópleiknum, hefst laugardaginn 13. janúar og stendur í 10 vikur. 8 bestu vikurnar gilda og verða góð verðlaun í boði fyrir 3 efstu sætin í 1., 2. og 3. deild. Að auki munu allir þeir sem taka þátt í sjö vikur og tippa fyrir 32 raðir eða meira, eiga kost á útdráttarverðlaunum, sem eru ferð fyrir tvo á leik í ensku úvalsdeildinni.

 • Tippari vann 2.7 milljónir
  Getrauna-fréttir

  Árið byrjar vel fyrir íslenska tippara en á nýársdag vann Íslendingur 2.7 milljónir króna í Getraunum. Tipparinn, sem er stuðningsmaður Aftureldingar, fékk 13 rétta á nýársdag á seðil sem kostaði 702 krónur en vann 2.715.590 krónur. 

 • Tippari vann 3,7 milljónir
  Getrauna-fréttir

  Tveir tipparar unnu háar upphæðir á seðlum helgarinnar. Annar tipparinn sem er stuðningsmaður ÍA, skellti í eitt S-kerfi síðastliðinn laugardag á Enska getraunaseðlinum, fékk 13 rétta og tæpar 3.5 milljónir í vinning.

 • Stuðlar víxlast
  Getrauna-fréttir

  Vegna tæknilegra mistaka víxluðust stuðlar á leik Hattar og Stjörnunnar í Domino´s deild karla sem fram fer í kvöld. Stuðlarnir eru réttir í leikskránni sem gefin er út og er Stjarnan þar réttilega talin sigurstranglegra liðið en í sölukerfinu víxlast stuðlarnir þannig að Höttur er talið sigurstranglegra liðið. Skv. reglum Íslenskra getrauna hefur leiknum verið lokað og stuðullinn settur á 1.0 þannig að tipparar fá leikinn endurgreiddan. 

 • Fjórir íslenskir milljónamæringar
  Getrauna-fréttir

  Íslendingar áttu góðu gengi að fagna í Getraunum um helgina en alls voru fjórir einstaklingar með 13 rétta á getrauna seðlum helgarinnar.

 • Gerir hann mark í leiknum
  Getrauna-fréttir

  Á 1X2.is er hægt að tippa á marga möguleika í hverjum leik. Meðal annars hvort leikmaður geri mark í leiknum. Til að getraunin gildi þarf leikmaður að byrja leikinn, eða koma inná sem varamaður. Taki leikmaður sem tippað er á ekki þátt í leiknum er getraunin endurgreidd. Skoðaðu möguleikana á 1X2.is og kynntu þér reglurnar um markaskorara hér á síðunni. 

 • Risapottar í getraunum 130+80 milljónir
  Getrauna-fréttir

  Risapottar eru í boði bæði á Enska getraunaseðlinum á laugardag og á Sunnudagsseðlinum. Alls eru 130 milljónir króna í pottinum fyrir 13 rétta á Enska getraunaseðlinum (10 milljónir SEK) og á Sunnudagsseðlinum er vinningsupphæðin fyrir 13 rétta áætluð um 80 milljónir sem er með hæstu vinningum fyrir 13 rétta sem í boði hafa verið á Sunnudagsseðlinum. Það er því ástæða til að tippa á leikina um helgina.