Getraunaleikir » Fréttir

 • Glúrinn Þróttari með 2.5 milljónir
  Getrauna-fréttir

  Það var glúrinn stuðningsmaður Þróttar í Vogum sem keypti miða á N1 í Vogunum á Miðvikudagsseðilinn og fékk 13 rétta. Hann keypti 192 raðir á 2.880 krónur og skiluðu 13 réttir honum rétt um 2.5 milljónum króna í vinning. 

 • Leikur fjarlægður af getraunaseðlum
  Getrauna-fréttir

  Sænsku getraunirnar, sem eru samstarfsaðili Íslenskra getrauna, hafa ákveðið að fjarlægja leik Assyriska af getraunaseðlum vikunnar.  Það verður því uppkast sem gildir þegar úrslitin verða ákvörðuð á leik nr. 10 á Laugardagsseðlinum og á leik nr. 2 á Sunnudagsseðlinum.

  Um er að ræða leik Assyriska gegn IK Sirius í sænsku 1. deildinni.

 • England - Ísland 368% útborgunarhlutfall!!!!!
  Getrauna-fréttir

  Íslenskar getraunir töldu Englendinga mun sigurstranglegri í leik Englands og Íslands sem fram fór í gærkvöld. Íslenskir tipparar voru ekki á sama máli og tippuðu langflestir á sigur Íslands og höfðu rétt fyrir sér þegar íslenska liðið tryggði sér sigurinn eftir frábæran leik.

   

 • Einn Íslendingur með 13 rétta
  Getrauna-fréttir

  Einn íslenskur tippari var með alla leikina 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum. Hann hafði því fulla trú á að Ísland myndi vinna Austurríki í kvöld eins og reyndin varð og væntanlega hefur tipparinn stokkið manna hæst upp úr stólnum þegar Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmark Íslands og tryggði tipparanum rétt um 4 milljónir króna í vinning. 

 • Breyting á úrslitaþjónustu Íslenskra getrauna
  Getrauna-fréttir

  Frá og með 2. maí nk. munu Íslenskar getraunir gera breytingar á úrslitaþjónustu sem Getraunir hafa haldið úti um áratuga skeið. Í stað þess að vera með vaktmenn í vinnu alla daga vikunnar allan ársins hring sem færðu handvirkt inn úrslit frá íþróttaleikjum, munu Íslenskar getraunir kaupa þessa þjónustu með rafrænum hætti og birta á vef fyrirtækisins 1X2.is. Viðskiptavinir Íslenskra getrauna munu þannig fá mun ýtarlegri og betri upplýsingar, bæði hvað varðar úrslit og stöðutöflur í ólíkum íþróttagreinum sem og upplýsingar um innbyrðis viðureignir, markaskorun leikmanna ofl.

 • Frammarar vinna milljónir
  Getrauna-fréttir

  Frammarar reyndust getspakir í enska boltanum í dag en húskerfið þeirra sló í gegn og skilaði 13 réttum á Enska getraunaseðilinn. Alls fá Frammararnir rúmar 3,4 milljónir í sinn hlut auk aukavinninga fyrir 12, 11 og 10 rétta. Búast má við að heildarupphæð vinninga verði nálægt 4 milljónum króna.

 • Rangur lokunartími á Sunnudagsseðlinum
  Getrauna-fréttir

  Tippurum er bent á að rangur lokunartími er í Leikskrá Íslenskra getrauna fyrir getraunaseðilinn á sunnudag.

  Lokað verður fyrir sölu kl. 14.00 en ekki kl. 15.00 eins og fram kemur í Leikskránni.

 • Grindvíkingar enn með 13 rétta!
  Getrauna-fréttir

  Grindvíkingar virðast vera með getspakari mönnum á Íslandi. Hópur frá Grindavík fékk 13 rétta í Enska getraunaseðlinum sem var að ljúka og voru þeir einu á Íslandi sem náðu 13 réttum. Alls fá þeir rúmlega 440 þúsund krónur í sinn hlut fyrir 13 rétta að þessu sinni.

 • Verð á getraunaröð lækkar
  Getrauna-fréttir

  Íslenskar getraunir hafa fengið samþykki hjá innanríkisráðuneytinu fyrir lækkun á verði hverrar raðar í getraunum (1X2) um 1 krónu, úr 16 krónum í 15 krónur. Tekur lækkunin gildi mánudaginn 22. febrúar 2016.

  Lokað verður fyrir sölu getraunaseðla (1X2) kl. 13:00 á sunnudaginn 21. febrúar og opnað aftur kl. 09:00 á mánudaginn 22. febrúar.

 • Risapottar á laugardag og sunnudag
  Getrauna-fréttir

  Tveir íslenskir tipparar voru með 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum og fá rúmar 140.000 krónur í sinn hlut. Ekki var greitt út fyrir 10 og 11 rétta og leggst því sú upphæð við vinningsupphæðina fyrir 13 rétta á Sunnudagsseðlinum.