Getraunaleikir » Fréttir
-
Tveir með 13 rétta
Getrauna-fréttir
Tveir tipparar voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum í dag og hljóta þeir 2.7 milljónir í vinning. Annar tipparinn er frá Höfn í Hornafirði og styður Sindra á meðan hinn er úr Garðinum og styður Víði. Báðir notuðu þeir kerfi. Tipparinn frá Höfn keypti 811 raðir og var með þrettán rétta, sjö tólfur, 22 ellefur og 54 tíur. Alls er vinningurinn um 3 milljónir króna. Tipparinn frá Garði tippaði á kerfið 0-10-128 sem kostar kr. 1.664.
-
Stuðningsmaður Hauka vinnur 18.5 milljónir króna
Getrauna-fréttir
Einn íslenskur tippari var með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum í gær og fær fyrir það um 18.5 milljónir króna með aukavinningum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem tipparinn getspaki fær 13 rétta því hann fékk líka 13 rétta fyrir tveim vikum síðan á Enska getraunaseðilinn en þá var vinningsupphæðin umtalsvert lægri. Tipparinn sem styður Hauka tippaði á opinn seðil með 10 leiki tvítryggða og 3 leiki með einu merki.
-
Verðhækkun í getraunum
Getrauna-fréttir
Gengi íslensku krónunnar hefur gefið eftir gagnvart sænsku krónunni og er nú um stundir 13,35. Íslenskar getraunir hafa því ákveðið að hækka verð hverrar raðar í getraunum úr 12 krónum í 13 krónur. Leitast er við að hafa verð á hverri röð sem næst verðgildi einnar sænskrar krónu. Vegna samstarfs Getrauna við Svenska Spel eru vinningar reiknaðir út miðað við verðgildi sænsku krónunnar.
-
Tveir með 13 rétta
Getrauna-fréttir
Tveir tipparar voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðasta laugardag og tryggðu sér tæplega 1.5 milljónir hvor. Annar tippaði á kerfið 7-2-676, þar sem hann var með 7 þrítryggða leiki og tvo tvítryggða og borgaði fyrir það 8.112 krónur. Hinn tippaði á kerfið 7-0-939 eða sjö þrítryggða leiki og 939 raðir.
Tveir tipparar voru svo með 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum og fengu tæpar 700 þúsund krónur í sinn hlut.
-
Tryggðin við Arsenal skilar 4,6 milljónum króna
Getrauna-fréttir
Það getur borgað sig að vera aðdáandi Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Það fékk tipparinn og Arsenal aðdáandinn að reyna þegar hann tók sjálfval á enska getraunaseðilinn um helgina. Hann valdi 54 raðir og smellti á sjálfval. Þá kom upp tap hjá Arsenal og okkar maður ekki ánægður, hann smellti því aftur og þá kom upp jafntefli. Þegar tipparinn smelti á sjálfvalið í þriðja sinn kom upp sigur Arsenal og það var seðillinn sem okkar maður ákvað að taka. Þessar 54 raðir kostuðu 648 krónur. Tipparinn varð að vonum ánægður þegar hringt var í hann frá Íslenskum getraunum og honum sagt að hann hefði fengið 13 rétta og vinning upp á 4.6 milljónir króna.
-
Suðurnesjamaður með 13 rétta og 4.5 milljónir í vinning
Getrauna-fréttir
Suðurnesjamaður sem styður Keflavík var með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum á laugardaginn. Hann hlýtur um 4.5 milljónir króna í vinning. Leik Fulham – Burnley var frestað á laugardag fram á sunnudag og þurfti tipparinn því að bíða eftir úrslitum leiksins til að vita hvaða upphæð hann fengi í vinning. Það var allan tíman ljóst að hann var með 13 rétta þar sem þetta var einn af þrem leikjum á seðlinum hans sem var þrítryggður. Sigur Fulham færði tipparanum rétt um 4.5 milljónir króna en seðillinn var með þrem þrítryggingum, 54 raðir og kostaði 648 krónur.
-
13 réttir og 2.2 milljónir í vinning
Getrauna-fréttir
Það er ekki bara á veturna sem hægt er að tippa á 13 rétta í getraunum. Einn glúrinn tippari tippaði á Sunnudagsseðilinn fyrir 2.796 krónur og fékk 13 rétta og 2.2 milljónir króna í vinnning. Tipparinn er stuðningsmaður Breiðabliks og tippaði á getraunaseðilinn á 1X2.is.
-
12 krónur urðu að 6 milljónum
Getrauna-fréttir
Hún var með allt á hreinu konan sem vann tæpar 6.2 milljónir á Sunnudagsseðilinn í getraunum. Hún tippaði á aðeins eina röð á netinu og borgaði 12 krónur fyrir. Niðurstaðan var 13 réttir og tæpar 6.2 milljónir í hennar hlut. Tipparinn glúrni býr í Reykjanesbæ en styður Val. Íslenskar getraunir óska tipparanum til hamingju með vinninginn. Það er ljóst að ekki þarf að tippa fyrir háar upphæðir til að fá góðan vinning í getraunum.
-
Verðlækkun Getrauna
Getrauna-fréttir
Íslenskar getraunir hafa ákveðið að lækka verð á getraunaröðinni úr 13 krónum í 12 krónur. Ástæðan er sterkt gengi krónunnar gagnvart sænsku krónunni. Markmið Íslenskra getrauna er að halda verði getraunaraðar sem næst einni sænskri krónu. Verðbreytingin tekur gildi strax.
-
Hlé í Getraunadeildinni
Getrauna-fréttir
Hlé verður gert í Getraunadeildinni, gamla Hópleiknum, um næstu helgi. Nýr hópleikur hefst 9. júní og stendur í 10 vikur. Glæsileg peningaverðlaun eru í boði fyrir þrjú efstu sætin í hverri deild, en keppt er í þrem deildum. Öllum er heimilt að skrá sig til keppni og kostar ekkert sérstaklega að vera með í Getraunadeildinni. Bráðabani um efstu sætin í Getraunadeildinni sem var að ljúka fer fram um næstu helgi.