Getraunaleikir » Fréttir

  • Tippari vann 3,7 milljónir
    Getrauna-fréttir

    Tveir tipparar unnu háar upphæðir á seðlum helgarinnar. Annar tipparinn sem er stuðningsmaður ÍA, skellti í eitt S-kerfi síðastliðinn laugardag á Enska getraunaseðlinum, fékk 13 rétta og tæpar 3.5 milljónir í vinning.

  • Stuðlar víxlast
    Getrauna-fréttir

    Vegna tæknilegra mistaka víxluðust stuðlar á leik Hattar og Stjörnunnar í Domino´s deild karla sem fram fer í kvöld. Stuðlarnir eru réttir í leikskránni sem gefin er út og er Stjarnan þar réttilega talin sigurstranglegra liðið en í sölukerfinu víxlast stuðlarnir þannig að Höttur er talið sigurstranglegra liðið. Skv. reglum Íslenskra getrauna hefur leiknum verið lokað og stuðullinn settur á 1.0 þannig að tipparar fá leikinn endurgreiddan. 

  • Fjórir íslenskir milljónamæringar
    Getrauna-fréttir

    Íslendingar áttu góðu gengi að fagna í Getraunum um helgina en alls voru fjórir einstaklingar með 13 rétta á getrauna seðlum helgarinnar.

  • Gerir hann mark í leiknum
    Getrauna-fréttir

    Á 1X2.is er hægt að tippa á marga möguleika í hverjum leik. Meðal annars hvort leikmaður geri mark í leiknum. Til að getraunin gildi þarf leikmaður að byrja leikinn, eða koma inná sem varamaður. Taki leikmaður sem tippað er á ekki þátt í leiknum er getraunin endurgreidd. Skoðaðu möguleikana á 1X2.is og kynntu þér reglurnar um markaskorara hér á síðunni. 

  • Risapottar í getraunum 130+80 milljónir
    Getrauna-fréttir

    Risapottar eru í boði bæði á Enska getraunaseðlinum á laugardag og á Sunnudagsseðlinum. Alls eru 130 milljónir króna í pottinum fyrir 13 rétta á Enska getraunaseðlinum (10 milljónir SEK) og á Sunnudagsseðlinum er vinningsupphæðin fyrir 13 rétta áætluð um 80 milljónir sem er með hæstu vinningum fyrir 13 rétta sem í boði hafa verið á Sunnudagsseðlinum. Það er því ástæða til að tippa á leikina um helgina.  

  • Verðhækkun í getraunum
    Getrauna-fréttir

    Íslenskar getraunir hafa hækkað verð á getraunaröðinni úr 11 krónum í 12 krónur. Í byrjun júlí var verð á getraunaröð lækkað úr 13 krónum í 11 krónur en vegna óhagstæðrar gengisþróunar neyðast Íslenskar getraunir til að hækka verðið aftur og nú upp í 12 krónur röðin. Ljóst er að ef gengið gefur enn frekar eftir, mun skammt að bíða þess að röðin fari aftur upp í 13 krónur. Þess má geta að á undanförnum árum hefur verð á getraunaröð lækkað verulega en hæst fór það upp í 19 krónur.          

  • Lækkað verð raða á getraunaseðlum
    Getrauna-fréttir

    Íslenskar getraunir hafa fengið samþykki frá innanríkisráðuneytinu fyrir lækkun á verði hverrar raðar í getraunum (1X2) um 2 krónur, úr 13 krónum í 11 krónur. Tekur lækkunin gildi í dag,  mánudaginn 3. júlí 2017.

  • El Clasico og fleiri stórleikir
    Getrauna-fréttir

    Það eru margir stórleikir í boði um helgina í fótboltanum. Hæst ber viðureign Real Madrid og Barcelona sem hefur fengið nafnið El Clasico. Margir telja að nær fullkomnun verði ekki komist þegar þessi lið mætast. Baráttan, stoltið, harkan, tæknin, leikskilningurinn, allt er þetta til staðar. Leikurinn er á Lengjunni og Lengjan beint og ef möguleiki er á að gera þennan leik skemmtilegri, þá er það með því að tippa á leikinn á næsta sölustað eða hér á 1X2.is.

  • Valur og KR Lengjubikarmeistarar
    Getrauna-fréttir

    Í gær fóru fram úrslitaleikir Lengjubikarsins í knattspyrnu.

  • Risapottar í Getraunum
    Getrauna-fréttir

    Það er spennandi helgi framundan í getraunum og risapottar í boði bæði á Enska seðlinum á laugardag og Sunnudagsseðlinum. Ákveðið hefur verið að bæta við vinningsupphæðina á Enska getraunaseðlinum og tryggja að upphæðin fyrir 13 rétta verði ekki lægri en 160 milljónir króna (13 milljónir sænskra króna). Á Sunnudagsseðlinum er risapottur upp á 43 milljónir króna sem er til kominn vegna þess að vinningsupphæð fyrir 10 rétta á Miðvikudagsseðlinum náði ekki lágmarksupphæð og flyst því yfir á 13 rétta á Sunnudagsseðlinum. Smelltu á getraunaseðlana hér á síðunni og spáðu í leikina.