Getraunaleikir » Fréttir

 • Vann 12 milljónir á Enska getraunaseðilinn
  Getrauna-fréttir

  Glúrinn tippari á Íslandi var með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum á laugardaginn. Vinningur fyrir 13 rétta er um 11 milljónir en með aukavinningum fyrir 12, 11 og 10 rétta fer upphæðin langleiðina í 12 milljónir króna. Tipparinn tippar hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík og hefur stutt við bakið á þeim í langan tíma. Þeir sem vilja styðja við bakið á ÍFR þegar þeir tippa merkja getraunaseðla sína með númerinu 121.

 • 60 og 160 milljón króna risapottar í getraunum
  Getrauna-fréttir

  Páskahelgin framundan býður upp á risapotta í getraunum. Á miðvikudagsseðlinum verður tvöfaldur risapottur upp á 60 milljónir króna þar sem vinningsupphæðin fyrir 10 og 11 rétta gekk ekki út á Sunnudagsseðlinum. Á enska getraunaseðlinum á laugardag verður bætt við 13 rétta og tryggt að vinningsupphæðin fari ekki niðurfyrir 160 milljónir króna (11 milljónir sænskra króna). Það er því til mikils að vinna á laugardaginn. 

 • Appið gaf 13 rétta og 1,3 milljónir
  Getrauna-fréttir

  Einn íslenskur tippari fékk 13 rétta á Enska getraunaseðilinn um helgina og fékk 1.3 milljónir í vinning. Tipparinn tippaði í gegnum appið, valdi 32 raðir sem kostuðu 480 krónur og niðurstaðan 13 réttir og 1,3 milljónir í vasann. 

 • Fjórir með 13 rétta
  Getrauna-fréttir

  Fjórir tipparar voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum um helgina og er vinngsupphæðin um 1.5 milljón króna. Auk þess fá tippararnir allt að 600.000 krónur í aukavinninga fyrir 12, 11 og 10 rétta. Enn tippari var með 13 rétta á Sunnudagsseðlinum og fær rúma milljón í vinning. Þess má geta að í vikunni verður risapottur á Miðvikudagsseðlinum upp á 85 milljónir og á Enska getraunaseðlinum verða 200 milljónir í boði fyrir 13 rétta.

 • Unnu 1,5 milljónir í Getraunum
  Getrauna-fréttir

  Þrír Íslendingar voru með alla leikina rétta á enska getraunaseðlinum og unnu sér inn rúmlega 1,5 milljónir króna hver. Tveir af þremur vinningshöfum keyptu seðilinn góða í félagakerfi Getrauna en það er sölukerfi íþróttafélaga landsins, sá þriðji keypti seðilinn með snjalltæki. Vinningshafarnir styðja liðin Fjölni, ÍR og Sindra á Hornafirði og greiddu 810, 960 og 2430 krónur fyrir sína seðla en þegar tipparar merkja seðilinn með getraunanúmeri félags rennur hluti af upphæð seðilsins beint til þess íþróttafélagsins.

  Íslenskar Getraunir óska vinnningshöfum innilega til hamingju með vinninginn.

 • Víkingur með 13 rétta
  Getrauna-fréttir

  Stuðningsmaður Víkings var með 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum í getraunum í gær og fær hann tæpa milljón krónur með aukavinningum í sinn hlut. Tipparinn notaði útgangskerfi 7-2-676 og festi jafntefli bæði í leik Real Sociedad - Barcelona og Arsenal - Crystal Palace sem gekk upp. 

 • Enski getraunaseðillinn - leikvika 1
  Getrauna-fréttir

  Athygli tippara er vakin á að leikur nr. 10 á getraunaseðlinum, Oldham - Bournemouth mun fara fram á heimavelli Bournemouth.  Leikurinn mun samt heita áfram Oldham - Bournemouth og ef Oldham vinnur fær leikurinn táknið 1 og ef Bournemouth vinnur fær leikurinn táknið 2. Leik Southampton - Shrewsbury hefur verið frestað og verður dregið um úrslit í þeim leik og eru 12 kúlur fyrir táknið 1, 2 kúlur fyrir táknið X og 2 kúlur fyrir táknið 2. 

 • Verðhækkun í Getraunum
  Getrauna-fréttir

  Frá og með deginum í dag hækkar verðið á hverri röð úr 15 í 16 krónur. Gengi íslensku krónunnar hefur gefið eftir gagnvart sænsku krónunni, Íslenskar getraunir hafa því ákveðið að hækka verð hverrar raðar úr 15 krónum í 16 krónur. Leitast er við að hafa verð á hverri röð sem næst verðgildi einnar sænskrar krónu, enda eru vinningar reiknaðir út miðað við verðgildi sænsku krónunnar vegna samstarfs Getrauna við sænsku getraunirnar.

 • Víkingar á flugi í getraunum
  Getrauna-fréttir

  Víkingar eru heitir í getraunum um þessar mundir og fengu 13 rétta á laugardaginn á Enska getraunaseðilinn og fengu rúmar 5 milljónir í sinn hlut.  Þetta er annar laugardagurinn í röð sem húskerfið hjá Víkingunum er að slá í gegn og fær 13 rétta en alls hefur kerfið skilað yfir 8 milljónum króna.

  Liverpool örlagavaldur
  Í bæði skiptin sem húskerfið fékk 13 rétta var Liverpool að leika síðasta leikinn á Getraunaseðlinum og varð Liverpool að vinna til að kerfið gengi upp. Í báðum tilfellum lenti Liverpool undir í leiknum og í báðum tilfellum var mark dæmt af Liverpool með VAR tækninni. Það tók því á taugarnar að fylgjast með Liverpool undanfarnar tvær vikur.

  Undir regnboganum
  Sagt er að þeir sem komist undir enda regnbogans finni þar kistu fulla af gulli. Þessi mynd var tekin af einum af hluthöfum í húskerfinu á laugardaginn og sýnir Víkina undir enda regnbogans. Taldi hlutahafinn þá víst að 13 réttir kæmu í Víkina.

  Víkin undir regnboga
   

 • Húskerfið hjá Víkingum slær í gegn
  Getrauna-fréttir

  Þrír tipparar voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum á laugardaginn og fær hver í sinn hlut um 3,5 milljónir króna. Þar á meðal var húskerfi Víkinga en Víkingar hafa verið öflugir í getraunastarfinu. Á laugardögum er safnað saman í húskerfi og tippað á Enska getraunaseðilinn. Húskerfið er þannig uppbyggt að allir þeir sem vilja vera með geta sett upphæð að eigin vali í pottinn. Getraunanefnd Víkings sér svo um að tippa á Enska getraunaseðilinn fyrir upphæðina sem safnast. Hver og einn tippari fær svo vinning í réttu hlutfalli við upphæðina sem hann lagði inn í pottinn. Húskerfið hefur verið í gangi í fimm vikur og hefur skilað tippurum ágætis hagnað sem og Víkingum um 500.000 krónur í áheit og sölulaun frá Getraunum, eingöngu vegna húskerfisins.