Getraunaleikir » Fréttir

 • 170 milljóna risapottur í Enska boltanum
  Getrauna-fréttir

  Tipparar reyndust getspakir um síðustu helgi og náði vinningur fyrir 10 rétta ekki lágmarksupphæð. 66 milljónir munu bætast við 13 rétta á laugardaginn og má búast við að vinningsupphæðin fyrir 13 rétta á Enska getraunaseðlinum verði um 170 milljónir króna.

 • Landsliðið í návígi
  Getrauna-fréttir

  Einn heppinn Lengjuspilari sem tippar á Lengjuna fyrir 1.000 krónur eða meira á netinu 4.

 • Rangur stuðull á leik nr .24
  Getrauna-fréttir

  Komið hefur í ljós að rangur stuðull var settur á leik nr. 24 sem er viðureign Ajax gegn Milan með forgjöf.

 • Valur og Keflavík Lengjubikarmeistarar
  Getrauna-fréttir

  Kvennalið Vals og karlalið Keflavíkur urðu Lengjubikarmeistarar í körfuknattleik um helgina en Íslenskar getraunir eru aðal styrktaraðili mótsins. Ljóst er að bæði lið verða sterk í vetur og koma til með að berjast um titla.

 • 55 milljóna risapottur á Sunnudagsseðli
  Getrauna-fréttir

  Tippurum gekk vel á Miðvikudagsseðlinum og var fjöldi vinninghshafa svo mikill að vinningsupphæð fyrir 10 og 11 rétta náði ekki lágmarksupphæð. Vinningurinn flyst því yfir á 13 rétta á Sunnudagsseðlinum og má búast við að heildarupphæðin fyrir 13 rétta verði um 55 milljónir króna.

 • 3,3 milljónir á 4 raðir í Enska boltanum
  Getrauna-fréttir

  Hann var á skotskónum tipparinn sem fékk 13 rétta í Enska boltanum í dag. Hann keypti seðil með 4 röðum á heimasíðu Getrauna

 • Vinningshafar í Lengjuleiknum
  Getrauna-fréttir

  Það voru þeir Bjarni Víðir Pálmason og Gunnar Símonarson sem unnu í Lengjuleiknum okkar og fengu baksviðspassa á hinn hörkuspennandi landsleik Íslendinga og Albana sem fram fór á Laugardalsvelli á þriðjudaginn.  Gunnar var á Akureyri en gaf bróður sínum Sigtryggi vinninginn sinn svo það voru hressir og kátir vinningshafar sem mættu baksviðs á leikinn og studdu okkar menn af fullum krafti og áttu án efa stóran þátt í glæsilegum sigri okkar á Albönum.

 • 190 milljóna risapottur
  Getrauna-fréttir

  Tipparar reyndust getspakir um síðustu helgi og voru svo margir með 10 rétta að vinningar náðu ekki lágmarksupphæð. Það verða því um 40 milljónir sem bætast við 13 rétta á Enska seðlinum á laugardaginn.

 • Landsliðið í návígi
  Getrauna-fréttir

  Tveir heppnir Lengjuspilarar sem tippa á Lengjuna fyrir 1.000 krónur eða meira á netinu verða dregnir út og fá að heimsækja Laugardalsvöllinn fyrir leik Íslands og Albaníu sem fram fer á þriðjudaginn.

 • Bayern - Chelsea
  Getrauna-fréttir

  Sigurvegarar í Meistaradeild Evrópu, Bayern Munchen, mæta sigurvegurum Evrópudeildarinnar, Chelsea í svokölluðum Super Cup. Leikurinn fer fram í Prag í Tékklandi á föstudag.