Getraunaleikir » Fréttir

 • 220 milljóna risapottur
  Getrauna-fréttir

  Á laugardaginn verður boðið upp á 220 milljóna risapott í enska boltanum, en ákveðið hefur verið að tvöfalda vinningsupphæðina fyrir 13 rétta sem hefur verið í kring um 110 milljónir króna.

  Enn fremur verður upphæðin tvöfölduð ef ein röð finnst með 13 réttum þannig að í stað 180 milljóna verða greiddar um 360 milljónir króna.

 • Dortmund - Real Madrid
  Getrauna-fréttir

  Dortmund tekur á móti Real Madrid í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðin mættust í riðlakeppninni og þá hafði Dortmund sigur á heimavelli 2-1.

 • Miami - Milwaukee
  Getrauna-fréttir

  Stuðlar á leik Miami og Milwaukee í NBA deildinni í körfuknattleik sem leikinn verður í kvöld víxluðust. Leikurinn hefur því verið ógildur og fær stuðulinn 1.

 • KR-ingur rakar inn milljónum
  Getrauna-fréttir

  Hann var vel með á nótunum KR-ingurinn sem tippaði á Miðvikudagsseðilinn hjá Íslenskum getraunum í gær. Hann tvítryggði 4 leiki og setti 1 merki á 9 leiki og niðurstaðan 13 réttir og rúmar 8 milljónir í skattfrjálsan vinning.

 • Einn með 13 rétta
  Getrauna-fréttir

  Einn seðill fannst með 13 réttum á Íslandi í Enska boltanum og er eigandi hans rúmum tveim milljón króna ríkari fyrir vikið. 22 tipparar fá rúmar 30 þúsund krónur í sinn hlut fyrir 12 rétta.

 • Risapottur á Sunnudagsseðli
  Getrauna-fréttir

  Enginn tippari var með 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum og því flyst vinningsupphæðin yfir á 13 rétta á Sunnudagsseðlinum. Má búast við að 13 réttir verði nálægt 50 milljónum króna og því ástæða til að kíkja á seðilinn.

 • 200 milljóna risapottur
  Getrauna-fréttir

  Vinningur fyrir 10 rétta náði ekki lágmarksupphæð í Enska boltanum síðasta laugardag og því flyst vinningsupphæðin, sem var rúmar 76 milljónir yfir á 13 rétta í þessari viku. Búast má við að upphæðin fyrir 13 rétta verði um 200 milljónir króna.
 • 200 milljóna risapottur
  Getrauna-fréttir

  Vinningur fyrir 10 rétta náði ekki lágmarksupphæð í Enska boltanum síðasta laugardag og því flyst vinningsupphæðin, sem var rúmar 76 milljónir yfir á 13 rétta í þessari viku. Búast má við að upphæðin fyrir 13 rétta verði um 200 milljónir króna.

 • Real Madrid - Galatasaray
  Getrauna-fréttir

  Real Madrid mæta Galatasaray í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld kl. 18.

 • Paris SG - Barcelona
  Getrauna-fréttir

  Fyrri leikur Paris SG gegn Barcelona í Meistaradeild Evrópu verður leikinn í kvöld. Leikurinn er á Lengjunni og hægt er að tippa á hann í Lengjan beint hér á síðunni.