Getraunaleikir » Fréttir

  • Miðvikudagsseðillinn - lokað og endurgreitt
    Getrauna-fréttir

    Alls hefur sjö leikjum verið frestað sem eru á Miðvikudagsseðlinum. það þýðir að lokað hefur verið fyrir sölu á seðlinum og þeir sem hafa keypt raðir munu fá þær endurgreiddar.  Þeir sem keyptu raðir á netinu munu fá þær endurgeiddar inn á spilareikning sinn hjá Íslenskum getraunum. Þeir tipparar sem keyptu raðir á sölustöðum munu fá þær endurgeiddar þar eða á skrifstofu Íslenskra getrauna að Engjavegi 6. Áætlað er að greiðslur gangi í gegn eftir hádegi á morgun miðvikudag.
    Ástæða frestunar leikja er kuldi á Englandi en leikirnir eru úr neðri deildum Englands og vellirnir misvel úbúnir til að taka á móti kuldakasti sem þessu. 

  • Tippari með rúmar tvær milljónir fyrir 13 rétta
    Getrauna-fréttir

    Tippari af Suðurnesjum sem er stuðningsmaður Ungmennafélags Grindavíkur  var með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og fær tipparinn rétt tæplega 2.1 milljón króna í vinning.  Tipparinn tvítryggði 8 leiki, þrítryggði einn leik og fjórir leikir voru með einu merki og kostaði miðinn 9.984 krónur.

  • Húskerfi Fylkis sló í gegn
    Getrauna-fréttir

    Tveir getraunaseðlar komu fram með 13 réttum í Enska getraunaseðlinum á laugardaginn og fengu báðir vinninga upp á rúmar 500.000 krónur. Annar seðillinn var keyptur af húskerfi Fylkis og hinn seðillinn af stuðningsmanni Þórs frá Akureyri og var þar um að ræða opinn seðil uppá 144 raðir og kostaði hann 1.872 krónur.

  • Vann 720 þúsund í XG getraunaleiknum
    Getrauna-fréttir

    Íslenskur tippari tippaði á rétta markatölu í tíu af þrettán leikjum sem voru á XG getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag. Var hann meðal níu sænskra tippara sem voru með flesta leiki rétta og skiptu þeir með sér vinningnum. Fær íslenski tipparinn 720 þúsund krónur í sinn hlut. Tipparinn keypti 128 raðir sem kostuðu 1.664 krónur. Enginn var með alla 13 leikina rétta en vinningsupphæðin fyrir 13 rétta verður rúmlega 700 milljónir króna næstkomandi laugardag.  

  • Fékk rúmlega 1,4 milljónir fyrir 13 rétta
    Getrauna-fréttir

    Tippari gerði sér lítið fyrir og var með 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum í getraunum. Fær hann rúmlega 1,4 milljónir króna í vinning. Tipparinn tippaði á opinn seðil með sjö tvítryggingum og einum þrítryggðum leik. Alls voru fimm leikir fastir með einu merki og raðafjöldinn var 384 raðir.

  • Fékk 13 rétta og tæpar 5,3 milljónir í vinning
    Getrauna-fréttir

    Tippari af Austfjörðum gerði vel í getraunum þegar hann fékk 13 rétta á Enska getraunaseðilinn á laugardaginn og tæpar 5,3 milljónir í vinning. Tipparinn tippaði á opinn seðil og tvítryggði átta leiki og hafði einn leik þrítryggðan. Tipparinn notar sjálfval, „en þegar mér líst ekki alveg á niðurstöðuna þá breyti ég“ sagði káttur tipparinn.  Fjórir leikjanna voru með einu merki, þar á meðal leikur Man. City – Fullham en þar var tipparinn með táknið 1 fyrir sigur Man. City. Það má því ætla að tipparinn hafi verið stressaður þegar Erling Haaland leikmaður Man. City tryggði liðinu sínu sigur og tipparanum tæpar 5,3 milljónir króna í vinning,  með marki úr vítaspyrnu, einum leikmanni færri, í uppbótartíma leiksins.

  • Tippari vann 1.1 milljón í nýja XG getraunaleiknum     
    Getrauna-fréttir

    Íslenskur tippari tippaði á rétta markatölu í átta af þrettán getraunaleikjum sem voru á XG getraunaseðlinum á laugardaginn. Vinningsupphæðin fyrir átta rétta er rúmlega 900 þúsund krónur og með aukavinningum fyrir sjö og sex leiki rétta fer vinningurinn í 1.1 milljón króna. Þess má geta að vinningsupphæðin fyrir alla 13 leikina rétta er um 670 milljónir króna en enginn tippari var með allla 13 leikina rétta.
    Annar tippari reyndist getspakur á Sunnudagsseðlinum þegar hann fékk 13 rétta og rúmlega 900 þúsund krónur í vinning. Auk þess fékk hann tæplega 300.000 krónur í aukavinninga fyrir 12, 11 og 10 rétta leiki. Samtals var vinningsupphæðin rúmlega 1.1 milljón króna.  Tipparinn tippaði á 9 tvítryggða leiki og einn þrítryggðan eða 1.536 raðir.

  • Tveir unnu tæpar 10 milljónir í Getraunum
    Getrauna-fréttir

    Tveir íslenskir tipparar voru  með alla 13 leikina rétta á Enska getraunaseðlinum um helgina og fengu tæpar 10 milljónir króna í sinn hlut. Annar vinningshafinn var með 13 rétta í annað sinn á þessu ári, en í sumar vann hann rúmar 4 milljónir króna.

  • Enski seðillinn tilbúinn á fimmtudag
    Getrauna-fréttir

    Þar sem óvíst er með hvernig leikjafyrirkomulagið verður í Englandi næstu helgi verður Enski getraunaseðillinn ekki gefinn út fyrr en á fimmtudagsmorgun. Lokað er fyrir sölu þangað til.

  • Nýr getraunaseðill á laugardaginn
    Getrauna-fréttir

    Vegna andláts Englandsdrottningar hefur öllum leikjum í efstu deildum í knattspyrnu verið frestað á Englandi.  Því hefur verið ákveðið að búa til nýjan getraunaseðil fyrir laugardaginn og er hægt að tippa á þann seðil á sama hátt og um Enska getraunaseðilinn væri að ræða. Seðillinn gildir í hópleik.  Þeir sem tippuðu fyrr í vikunni á seðilinn sem felldur hefur verið úr gildi, fá ágiskun sína endurgreidda á spilareikning sinn og þeir sem hafa keypt getraunaseðil á sölustöðum fyrr í vikunni, fá hann endurgreiddan í næstu viku, á sölustað eða hjá Íslenskum getraunum, Engjavegi 6.