Getraunaleikir » Fréttir
-
Andlát drottningar - Enski getraunaseðillinn
Getrauna-fréttir
Lokað hefur verið tímabundið fyrir sölu á Enska getraunaseðilinn þar sem ekki er enn ljóst hvort leikið verður í Englandi á morgun laugardag vegna andláts Englandsdrottningar. Getraunir munu bregðast við um leið og frekari fréttir berast.
-
Fékk 13 milljónir fyrir 13 rétta á Enska getraunaseðilinn
Getrauna-fréttir
Íslenskur tippari var einn af 13 tippurum sem var með alla 13 leikina rétta á Enska getraunaseðlinum á laugardag og fær hver þeirra 13 milljónir króna í sinn hlut. Hinir tólf tippararnir koma frá Svíþjóð.
Auk þess var tipparinn með 5 raðir með 12 réttum, 37 raðir með 11 réttum og 186 raðir með 10 réttum og fær hann 1 milljón króna til viðbótar í aukavinninga eða samtals 14 milljónir króna.
Tipparinn styður við bakið á Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík, en það var einmitt stuðningsmaður ÍFR sem fékk 13 rétta á síðasta Miðvikudagsseðil. Þess má geta að getraunanúmer ÍFR er 121 fyrir þá sem vilja styðja við bakið á félaginu. -
Vann 600 þúsund á Miðvikudagsseðilinn
Getrauna-fréttir
Það var glúrinn tippari sem var með alla leikina 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum í getraunum. Hann keypti kerfismiða með Ú kerfinu U-5-3-128. Þannig þrítryggði hann 5 leiki og tvítryggði 3 leiki og var með 5 leiki fasta með einu merki. Miðinn kostaði 1.664 krónur og þar sem kerfið gekk upp varð tipparinn rúmum 600.000 krónum ríkari. Tipparinn styður við Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík.
-
Tipparar á skotskónum - 6,7 milljónir
Getrauna-fréttir
Tipparar voru á skotskónum um verslunarmannahelgina og var einn tippari með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum og fær hann í sinn hlut 6,7 milljónir króna. Tipparinn tvítryggði 9 leiki, þrítryggði 1 leik og var með 3 leiki með einu merki og kostaði getraunaseðillinn 19.968 krónur. Tipparinn styður Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar.
Svo bættist aðeins í þjóðhátíðarstemminguna hjá tipparanum frá Vestmannaeyjum sem fékk rúma eina milljón króna fyrir 12 rétta á Sunnudagsseðlinum.Þess má geta að risapottur verður í boði á Enska getraunaseðlinum næstkomandi laugardag upp á 170 milljónir króna.
-
Vann 8,2 milljónir í getraunum
Getrauna-fréttir
Einn tippari var með alla leikina 13 rétta á enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag. Alls hljóðaði vinningurinn upp á rúmar 8,2 milljónir króna. Tipparinn keypti getraunaseðilinn á sölustaðnum Bláhornið á Grundarstíg. Miðinn var með tveim þrítryggðum leikjum og þrem tvítryggðum leikjum og var 144 raðir sem kosta 1.872 krónur. Tipparinn styður við Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavik.
-
Enginn Sunnudagsseðill í þessari viku
Getrauna-fréttir
Enginn Sunnudagsseðill verður í boði í þessari viku. Lokað verður fyrir sölu á Enska getraunaseðlinum (Laugardagsseðillinn) á sunnudag kl. 12.00. Í Getraunadeildinni gilda aðeins úrslit úr Enska getraunaseðlinum.
-
Verðlækkun í getraunum
Getrauna-fréttir
Íslenskar getraunir hafa ákveðið að lækka verðið á hverri getraunaröð úr 14 krónum í 13 krónur.
Ástæðan er styrking á gengi íslensku krónunnar gagnvart sænsku krónunni en vegna samstarfs Íslenskra getrauna við Svenska Spel um sölu á getraunaseðlum þarf verð getraunaraðar að vera sem næst einni sænskri krónu hverju sinni. -
Breyttur lokunartími á getraunaseðlunum um helgina
Getrauna-fréttir
Athygli tippara er vakin á að lokunartími getraunaseðlanna er breyttur um þessa helgi og víxlast. Sölu á Sunnudagsseðli lýkur kl. 12.00 á morgun laugardag í stað þess að loka á sunnudegi eins og venjulega. Sölu á Enska getraunaseðilinn lýkur kl. 14.00 á sunnudag í stað þess að loka á laugardegi eins og venjulega.
-
Stuðningsmaður Grindavíkur vinnur 4.2 milljónir
Getrauna-fréttir
Stuðningsmaður Grindavíkur datt í lukkupottinn um helgina þegar hann tippaði á Enska getraunaseðilinn. Niðurstaðan var 13 rétttir og rúmar 4.2 skattfrjálsar milljónir króna í vasann. Tipparinn valdi 7 leiki með tveim merkjum og 6 leiki með einu merki og kostaði miðinn 1.792 krónur.
-
Margir tipparar með 13 rétta - tvöfaldir risapottar
Getrauna-fréttir
Það voru 24 tipparar með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum og fá þeir rúmar 80 þúsund krónur í sinn hlut. Á Sunnudagsseðlinum voru og 8 tipparar með 13 rétta sem fá tæplega 60 þúsund krónur í vinning. Fjöldi tippara var svo mikill með 10 og 11 rétta að vinningsupphæðin náði ekki lágmarki og flytjast vinningsupphæðir fyrir 10 og 11 rétta á næsta getraunaseðil. Það verða því tvöfaldir risapottar, bæði á Miðvikudagsseðlinum (ca. 55 milljónir) og á Enska getraunaseðlinum (ca. 190 milljónir).