Getraunaleikir » Fréttir
-
Heppinn tippari með 12,8 milljónir í sjálfvali.
Getrauna-fréttir
Það var heppinn tippari sem vann 12,8 milljónir króna á Sunnudagsseðilinn í sjálfvali þegar hann tippaði á Sunnudagsseðilinn hjá Íslenskum getraunum um helgina. Tipparinn notaði app Íslenskra getrauna við sjálfvalið. Getraunaseðillinn sem hann keypti var 64 raðir og kostaði miðinn 896 krónur. Það sýnir sig að sjálfval getur skilað góðum vinningi í getraunum, sér í lagi þegar úrslitin eru óvænt á getraunaseðlinum.
Húskerfi Fram fékk 13 rétta á Enska getraunaseðilinn á laugardag og fá Frammarar rúmar 1.5 milljón króna í sinn hlut. „Við vorum með nokkur kerfi í gangi og það var litla kerfið sem gaf 13 rétta“ sagði kátur forsvarsmaður getraunastarfsins hjá Fram en kerfið var sparnaðarkerfi með 10 tvítryggðum leikjum og kostaði 1.792 krónur.
-
Sex saman með 2 milljónir í getraunum
Getrauna-fréttir
Þeir voru sex saman félagarnir sem tippuðu á enska getraunaseðilinn síðastliðinn laugardag. Niðurstaðan var 13 réttir og rúmar 2 milljónir króna í vinning. Tippararnir tippuðu á kerfisseðil, svokallað sparnaðarkerfi, þar sem þeir tvítryggðu tíu leiki og settu eitt merki á þrjá leiki. Alls var seðillinn 128 raðir og kostaði 1.792 krónur. Líkurnar á að þetta kerfi gefi 13 rétta þegar öll merkin eru rétt eru 12.5%.
„Þetta var svona óskaseðill þar sem við settum merkin á leikina eins og við vildum að leikirnir færu“ sagði einn af tippurunum kampakátur þegar haft var samband við hann í dag og honum tilkynnt um vinninginn. Tipparinn styður Þrótt í Reykjavík. -
104 milljónir króna í vinning á Enska getraunaseðilinn
Getrauna-fréttir
Hæsti vinningur í getraunum frá upphafi.
Íslenskur tippari vann 104 milljónir króna þegar hann fékk 13 rétta á Enska getraunaseðilinn í gær og er þetta hæsti vinningur sem unnist hefur hjá Íslenskum getraunum frá upphafi.
Síðasti leikurinn á getraunaseðlinum var viðureign Man. Utd. og Leicester og áður en sá leikur fór fram var ljóst að tipparinn myndi fá 13 rétta ef leikurinn færi jafntefli og 104 milljónir króna í vinning. Sigur Leicester myndi líka þýða 13 rétta og vinning upp á 65 milljónir króna. Sigur Man. Utd. þýddi hinsvegar að tipparinn fengi aðeins 12 rétta og ríflega 200.000 krónur í sinn hlut. Það lá því ljóst fyrir með hvoru liðinu tipparinn hélt. Úrslit leiksins voru jafntefli 1-1 og tipparinn 104 milljón krónum ríkari.
Tipparinn, sem er búsettur í Kópavogi, tvítryggði átta leiki, þrítryggði einn leik og 4 leikir voru með einu merki og kostaði getraunaseðillinn 10.752 krónur.
-
Víkingar með 13 rétta og vinna 5,7 milljónir
Getrauna-fréttir
Húskerfi Víkinga í getraunum fékk 13 rétta á Enska getraunaseðilinn á laugardaginn og fá Víkingar 5.7 milljónir króna í vinning.
Húskerfi Víkinga er öflugasta húskerfið á landinu en mörg íþróttafélög hafa gripið til þess að vera með húskerfi, sér í lagi þegar Covid kom í veg fyrir að félagsmenn gætu hist á laugardögum og tippað.
„ Það hefur aðeins verið tregt hjá okkur í vinningasöfnun, en þá ákváðum við að heita á knattspyrnudeildina þannig að ef húskerfið myndi slá í gegn á laugardaginn með 13 rétta þá myndum við láta 10% af vinningsupphæðinni renna til knattspyrnudeildarinnar og það gekk eftir“ sagði Haraldur Haraldsson framkvæmdastjóri Víkings og umsjónarmaður með húskerfi félagsins. Knattspyrnudeildin fær því 570 þúsund krónur í sinn hlut af vinningsupphæðinni, auk sölulauna og áheita frá Íslenskum getraunum. -
Ólafsvíkingur og Siglfirðingur með 13 rétta
Getrauna-fréttir
Það var Ólafsvíkingur sem var með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og vann rúmar 930 þúsund krónur. Hann var með 6 leiki tvítryggða og 7 með einu merki og kostaði seðillinn 896 krónur. Fast á eftir Ólafsvíkingnum kom Siglfirðingur, einnig með 13 rétta og fær hann 915 þúsund krónur í sinn hlut. Hann var með 5 leiki tvítryggða og 8 með einu merki og kostaði seðillinn 448 krónur.
Tveir tipparar voru svo með 13 rétta á Sunnudagsseðlinum og hlutu þeir rúmar 300 þúsund krónur í sinn hlut. -
Húskerfi Vestra tók inn 2,5 milljónir á Enska getraunaseðilinn
Getrauna-fréttir
Húskerfi Vestra á Ísafirði sló í gegn síðastliðinn laugardag og fékk 13 rétta. Fá Vestramenn rúmar 2.5 milljónir króna í sinn hlut sem skiptist á milli þeirra sem þátt tóku í húskerfinu. Vestramenn voru með tvö húskerfi að þessu sinni og hefði Man. Utd. skorað gegn Watford hefðu bæði kerfin gefið 13 rétta. Húskerfið sem vann var 412 raðir og voru 2 leikir festir með einu merki. Alls kostaði kerfið 6.180 krónur.
Vestramenn benda á að öllum Ísfirðingum nær og fjær sé frjálst að hafa samband og taka þátt í húskerfinu hjá þeim í getraunum. -
Verðlækkun í getraunum
Getrauna-fréttir
Ákveðið hefur verið að lækka verð á hverri getraunaröð úr 15 krónum í 14 krónur og tekur lækkunin gildi í dag mánudaginn 28 febrúar. Ástæðan fyrir lækkuninni er styrking íslensku krónunnar gagnvart sænsku krónunni.
-
Stuðningskona Sindra vinnur 1.7 milljónir í getraunum.
Getrauna-fréttir
Það var tippari sem er stuðningskona Sindra á Höfn í Hornarfirði sem var með alla leikina 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum í getraunum í gær. Alls fær hún 1.7 milljónir króna í sinn hlut. Hún tippaði á kerfi þar sem hún festi 5 leiki með einu merki og gekk kerfið fullkomlega upp að þessu sinni.
-
Akureyringur vann 18 milljónir fyrir 13 rétta
Getrauna-fréttir
Það var glúrinn tippari sem fékk 13 rétta á Enska getraunaseðlinum í gær og vann tæpar 18 milljónir króna. Tipparinn keypti miðann í getraunaappinu og er þetta hæsti vinningur sem unnist hefur á Enska getraunaseðilinn sem keyptur er í appinu. Tipparinn tvítryggði 7 leiki, þrítryggði 1 leik og var með eitt merki á 5 leikjum. Alls kostaði getraunaseðillinn 5.760 krónur. Tipparinn er frá Akureyri og er stuðningsmaður KA.
-
110 milljóna risapottur á Miðvikudagsseðli
Getrauna-fréttir
Ákveðið hefur verið að bæta við vinningsupphæðina fyrir 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum. Vinningsupphæðin verður nálægt 110 milljónum króna. (7.5 milljónir sænskra króna).
Áætlað var að vera með risapott á Enska getraunaseðlinum þann 26. desember upp á 380 milljónir króna (26 milljónir sænskra króna) en ákvörðun um það hvort risapottur verði í boði mun liggja fyrir á fimmtudag.