Getraunaleikir » Fréttir

  • Enski getraunaseðillinn fellur niður
    Getrauna-fréttir

    Enski getraunaseðillinn fellur niður þessa helgi og hefur verið lokað fyrir sölu þar sem fjölda leikja á seðlinum hefur verið frestað.
    Reglan er sú að ef sjö eða feiri leikjum á getraunaseðlinum er frestað skal fella getraunaseðilinn niður.
    Allir tipparar sem keypt hafa miða munu fá hann endurgreiddan og fer endurgreiðslan fram næstkomandi mánudag. Þeir sem keypt hafa miða á sölustöðum fá miða sína endurgreidda þar, eða geta komið með miðann í afgreiðslu Getrauna að Engjavegi 6.
    Í hópleik mun bara Sunnudagsseðillinn gilda. 

  • Enski getraunaseðillinn - frestaðir leikir
    Getrauna-fréttir

    Alls hefur sex leikjum verið frestað sem eru á Enska getraunaseðlinum á laugardaginn. Samkvæmt reglum sem gilda um getraunaseðilinn fellur hann niður þegar sjö eða fleiri leikjum á seðlinum er frestað. Fari svo að einum leik til viðbótar sem er á Enska getraunaseðlinum verði frestað, verður seðillinn felldur niður og munu tipparar fá seðla sína endurgreidda. 
    Nánari upplýsingar koma fram hér á síðunni um leið og þær berast. 

  • Breyting á framsetningu vegna hlutkestis í getraunum.
    Getrauna-fréttir

    Breyting hefur verið gerð á þeim einingum sem notaðar eru þegar leik er frestað á getraunaseðli og nauðsynlegt er að beita hlutkesti til að fá fram úrslit. Áður voru 16 kúlur í potti sem merktar voru 1, X eða 2 og fór fjöldi kúlna með hverju merki eftir því hverjar líkur voru á heimasigri, jafntefli eða útisigri.
    Breytingin er ekki mikil en snýst um að nú eru 100 einingar í pottinum sem dregið er úr. Þær ákvarðast af líkum á heimsigri, jafntefli eða útisigri á viðkomandi leik, þann dag sem opnað er fyrir sölu á getraunaseðlinum. Í þeim tilfellum sem líkur liggja ekki fyrir, ákvarðar Svenska Spel líkurnar.
    Einingin er valin af Svenska Spel með handahófskenndum hætti (random generator) og eru líkurnar birtar á vefsíðu Getspár/Getrauna eins og áður, nema að nú eru einingarnar 100 í stað 16 áður.  

    Dæmi:
    Upphafsstuðlar í leik eru 1.66 (1), 4.25 (X) og 5.15 (2) sem gefur í prósentum 58%, 23% og 19%.
    Táknið 1 fær því einingu 1-58, X fær einingu 59-81 og 2 fær einingu 82-100.

  • Þrír með 13 rétta og rúmar 2 milljónir
    Getrauna-fréttir

    Þrír aðilar voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og fengu þeir allir rúmar 2 milljónir í sinn hlut.
    Stuðningsmaður Njarðvíkur fékk 13 rétta eftir að hafa keypt seðil með 3 tvítryggðum og 2 þrítryggðum leikjum sem kostaði 1.080 krónur.
    Stuðningsmaður Dalvíkur fékk 13 rétta á seðil með 7 tvítryggingum sem kostaði 1.920 krónur og hópur í félagakerfi Bridgesambandsins fékk 13 rétta á kerfisseðil sem innihélt 1.529 raðir og kostaði 22.935 krónur.

  • Valsari og stuðningsmaður ÍFR unnu 1.8 milljónir í getraunum hvor.
    Getrauna-fréttir

    Stuðningsmaður Vals og stuðningsmaður Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík unnu rúmar 1.8 milljónir króna þegar þeir fengu 13 rétta á Sunnudagsseðilinn í getraunum. Valsarinn tippaði á Ú-kerfi þar sem hann þrítryggði 5 leiki, tvítryggði 3 leiki og var með eitt merki á 5 leikjum. Kostaði kerfið 7.800 krónur. Stuðningsmaður ÍFR var með tvöfalt stærra kerfi og fjóra leiki með einu merki og kostaði það 14.805 krónur. Bæði kerfin gengu upp og skiluðu tippurunum rúmum 1.8 milljónum króna.

  • Tippari vann 7.5 milljónir á Enska getraunaseðilinn
    Getrauna-fréttir

    Tipparar hafa verið á skotskónum undanfarnar vikur í getraunum og var síðasta vika engin undantekning. Einn íslenskur tippari vann rúmar 7.5 milljónir á Enska getraunaseðilinn á laugardag. Tipparinn valdi getraunakerfi þar sem hann notaði 5 tvítryggingar og 5 þrítryggingar og var með eitt merki á þrem leikjum. Alls keypti hann 288 raðir sem kosta 4.320 krónur. Getraunaseðillinn var keyptur á sölustaðnum Vitanum á Laugavegi.

  • Vann milljón krónur í getraunum
    Getrauna-fréttir

    Einn tippari var með alla leikina 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum í getraunum og fær hann rúma eina milljón króna í sinn hlut. Getraunaseðillinn kostaði 120 krónur en tipparinn var með þrjá leiki með tveim merkjum og 10 leiki með einu merki.

  • Húskerfi Íþróttafélags fatlaðra í Reykavík með 13 rétta
    Getrauna-fréttir

    Það voru fjórir getraunaseðlar með 13 rétta síðastliðinn laugardag á Enska getraunaseðlinum og fær hver rúmar 700 þúsund krónur í sinn hlut. Einn getraunaseðillinn var húskerfi Íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík en félagið hefur verið með öflugt getraunastarf í fjölda ára. En það var ekki bara húskerfið sem fékk 13 rétta, það gerði einnig einn stuðningsmaður ÍFR og er sá rúmum 700 þúsund krónum ríkari fyrir vikið.
    Hinir tveir getraunaseðlarnir voru keyptir í félagakerfi Grindavíkur og á sölustað á Ísafirði.

  • Stuðningsmaður KR vann 9,2 milljónir í Getraunum
    Getrauna-fréttir

    Stuðningsmaður KR sem keypti Sunnudagsseðilinn hjá Íslenskum getraunum í gær reyndist glúrinn og var með alla 13 leikina rétta á seðlinum. Vinningsupphæðin með aukavinningum er rúmar 9,2 milljónir króna en miðinn kostaði 1.080 krónur. Tipparinn valdi að þrítryggja tvo leiki, tvítryggja þrjá leiki og átta leikir voru með einu merki. Tipparinn merkir getraunaseðil sinn með 107 sem er getraunanúmer KR.

    Víkingar öflugir
    Á laugardaginn voru þrír tipparar með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum.  Einn getraunaseðillinn var húskerfi Víkinga sem sló í 13 rétta og skilar rúmri 1.1 milljón króna og er það ekki í fyrsta sinn sem húskerfið slær í gegn hjá Víkingum. Víkingar hittast í félagsheimilinu á laugardögum í getraunakaffi og slá saman í gott kerfi. Ljóst er að Víkingar kunna ekki bara að sparka í boltann og vinna titla heldur kunna þeir líka að tippa á boltann. Hinir tveir vinningshafarnir eru stuðningsmenn Hauka og Grindavíkur.

  • 13 réttir og 6,6 milljónir í vinning
    Getrauna-fréttir

    Tippararnir tveir sem voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum um síðustu helgi voru ánægðir með vinninga sína, en hvor þeirra hlaut tæpar 6,6 milljónir króna með aukavinningum. Báðir tippuðu þeir á vefnum og báðir eiga það sameiginlegt að tippa sjaldan og hafa frekar lítið vit á boltanum að eigin sögn. Þá langaði bara til að prófa að vera með og tippa í risapottinum sem var í boði um síðustu helgi. Báðir keyptu þeir 128 raða miða með 7 tvítryggingum sem kosta 1.920 krónur með þessum líka fína árangri.