Getraunaleikir » Fréttir
-
Öllum leikjum á Enska getraunaseðlinum frestað
Getrauna-fréttir
Öllum leikjunum sem eru á Enska getraunaseðlinum hefur verið frestað og meirihluta leikja á Sunnudagsseðlinum. Það þýðir að kastað verður upp á úrslit leikjanna í samræmi við þær reglur sem eru í gildi hjá Íslenskum getraunum. Tipparar geta séð fjölda kúlna sem merktar eru með táknunum 1, X eða 2 þegar smellt er á getraunaseðlana hér á vefnum. Þar sem sala var hafin áður en leikjunum var frestað, mun sala halda áfram eins og venjulega fram að lokunartíma. Allar líkur eru á að engir getraunaseðlar verði í boði í næstu viku.
-
Frestaðir leikir og leikir án áhorfenda - Miðvikudagsseðill UPPFÆRT
Getrauna-fréttir
Eftirfarandi leikjum á Miðvikudagsseðli er frestað:
Leik Man. City - Arsenal og eru uppkasttölur 11-3-2
Leik Sevilla - Róm 8-4-4
Leik Inter - Getafe 8-5-3
Eftirtaldir leikir á Miðvikudagsseðlinum fara fram fyrir luktum dyrum:
6. Olympiakos - Wolves
11. Inter - Getafe
12. Wolfsburg Shakhtar -
Tveir með 13 rétta
Getrauna-fréttir
Tveir tipparar á Íslandi voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum á laugardaginn. Annar tipparinn býr á Egilsstöðum og tekur þátt í getraunastarfinu hjá Hetti. Hann tippaði fyrir 2.119 krónur og skilar getraunaseðillinn rúmlega 3.6 milljónum króna í vasann með aukavinningum. Hinn tipparinn keypti sinn getraunaseðil á sölustað í Reykjavík og greiddi fyrir hann 5.655 krónur. Hann styður Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík og fær hann um 3.9 milljónir í sinn hlut með aukavinningum.
-
Húskerfið sló í gegn
Getrauna-fréttir
Húskerfið hjá Víkingum fékk 13 rétta og skilaði tæplega 2.8 milljónum króna í vinninga. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem húskerfið gefur 13 rétta, en í desember fengu Víkingar 4.6 milljónir í vinning. Getraunastarfið hjá Víkingum hefur verið afar öflugt og ljóst að það skilar líka vinningum til baka.
-
Vann 4,5 milljónir á Sunnudagsseðlinum
Getrauna-fréttir
Glúrinn tippari vann um 4,5 milljónir króna á Sunnudagsseðlinum þegar hann fékk 13 rétta, einn Íslendinga. Tipparinn notaði sparnaðarkerfið S 7-2-486 sem er nokkuð sterkt kerfi. Sett eru þrjú merki á sjö leiki og tvö merki á tvo leiki og eitt merki á fjóra leiki. Gangi kerfið upp eru 5,5% líkur á 13 réttum.
-
Unnu 8.3 milljónir í Getraunum
Getrauna-fréttir
Það kom nöskum tippara heldur betur á óvart þegar starfsmaður Getrauna hringdi í hann á mánudagsmorgun og óskaði innilega til hamingju með vinning upp á 8.3 skattfrjálsar milljónir. Tipparinn hafði ekki hugmynd um vinninginn, hann hafði fylgst aðeins með seðlinum á laugardeginum og sýndist hann stefna í 11 rétta en mörk á lokamínútum í leikjum hjá Stoke og Leeds tryggðu honum 13 rétta. Tipparinn styður KR og tippar reglulega með misjöfnum árangri en vildi meina að stundum væri gott að vera klunni.
-
Þrír með 13 rétta á Miðvikudagsseðli
Getrauna-fréttir
Það voru þrír tipparar sem voru með 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum á Íslandi. Fá þeir hver í sinn hlut tæpar 700.000 krónur. Vinningsupphæðin fyrir 10 rétta náði ekki lágmarksupphæð og flyst því yfir á 13 rétta á sunnudagsseðlinum og má búast við að risapotturinn verði nálægt 45 milljónum króna fyrir 13 rétta.
-
Leikjum frestað á Laugardagsseðli
Getrauna-fréttir
Vegna þess að Svíþjóð spilar við England um brons á laugardaginn kl. 15:00 voru tveir leikir í sænsku úrvalsdeildinni færðir fram um klukkustund. Við það detta þeir út af seðlinum og verður kastað upp á úrslit þeirra.
Leikirnir sem um ræðir eru númer 2 Kalmar FF-AIK og leikur númer 3 Sirius-Östersund. -
9,5 milljónir fyrir 13 rétta
Getrauna-fréttir
Það var glúrinn tippari sem var með alla leikina rétta á Enska getraunaseðlinum á laugardaginn. Tipparinn tvítryggði átta leiki og setti eitt merki við fimm leiki. Alls notaði hann því 256 raðir sem kostuðu 3.328 krónur. Heildarvinningar sem tipparinn fær í sinn hlut eru rúmlega 9,5 milljónir króna. Tipparinn keypti miðann í Fjarðarkaupum í Hafnarfirði.
-
Everton - Liverpool
Getrauna-fréttir
Um helgina verða borgarslagir af bestu gerð í ensku úrvalsdeildinni. Á laugardag mætast Tottenham – Arsenal. Þessi félög hafa marga hildi háð og eru í baráttu um sæti í Meistaradeild Evrópu. Á sunnudag mætast svo Everton – Liverpool. Rígurinn hefur verið mikill milli liðanna og ljóst að leikmönnum og áhangendum Everton þætti ekki leiðinlegt að leggja stein í götu Liverpool í átt að fyrsta Englandsmeistaratitlinum í 29 ár.