Getraunaleikir » Fréttir

 • Lækkað verð raða á getraunaseðlum
  Getrauna-fréttir

  Íslenskar getraunir hafa fengið samþykki frá innanríkisráðuneytinu fyrir lækkun á verði hverrar raðar í getraunum (1X2) um 2 krónur, úr 13 krónum í 11 krónur. Tekur lækkunin gildi í dag,  mánudaginn 3. júlí 2017.

 • El Clasico og fleiri stórleikir
  Getrauna-fréttir

  Það eru margir stórleikir í boði um helgina í fótboltanum. Hæst ber viðureign Real Madrid og Barcelona sem hefur fengið nafnið El Clasico. Margir telja að nær fullkomnun verði ekki komist þegar þessi lið mætast. Baráttan, stoltið, harkan, tæknin, leikskilningurinn, allt er þetta til staðar. Leikurinn er á Lengjunni og Lengjan beint og ef möguleiki er á að gera þennan leik skemmtilegri, þá er það með því að tippa á leikinn á næsta sölustað eða hér á 1X2.is.

 • Valur og KR Lengjubikarmeistarar
  Getrauna-fréttir

  Í gær fóru fram úrslitaleikir Lengjubikarsins í knattspyrnu.

 • Risapottar í Getraunum
  Getrauna-fréttir

  Það er spennandi helgi framundan í getraunum og risapottar í boði bæði á Enska seðlinum á laugardag og Sunnudagsseðlinum. Ákveðið hefur verið að bæta við vinningsupphæðina á Enska getraunaseðlinum og tryggja að upphæðin fyrir 13 rétta verði ekki lægri en 160 milljónir króna (13 milljónir sænskra króna). Á Sunnudagsseðlinum er risapottur upp á 43 milljónir króna sem er til kominn vegna þess að vinningsupphæð fyrir 10 rétta á Miðvikudagsseðlinum náði ekki lágmarksupphæð og flyst því yfir á 13 rétta á Sunnudagsseðlinum. Smelltu á getraunaseðlana hér á síðunni og spáðu í leikina. 

 • Tveir tipparar með 13 rétta
  Getrauna-fréttir

  Tveir íslenskir tipparar voru með 13 rétta á enska getraunaseðlinum í dag og fá rúmar 900 þúsund krónur í sinn hlut. Annar styður Hött á Egilsstöðum og tippaði hann á kerfi U 5-3-128 sem kostaði 1.664 krónur. Hinn tipparinn er Bliki úr Kópavoginum sem keypti kerfi með 785 röðum fyrir 10.205 krónur.

 • Ronaldo tryggði Fylkismanni 13 milljónir
  Getrauna-fréttir

  Það var stuðningsmaður Fylkis sem tippaði á Miðvikudagsseðilinn í Getraunum í gær og sló í gegn með 13 rétta. Tipparinn keypti 200 raðir sem kosta 2.600 krónur og niðurstaðan var að hann fékk alla 13 leikina rétta og rétt um 13 milljónir króna  í vinning. Það blés ekki byrlega því leikur Real Madrid - Las Palmas þurfti að enda með jafntefli til að tipparinn fengi 13 rétta.  Þegar 4 mínútur voru eftir af leiknum leiddi Las Palmas 1-3 en það voru tvö mörk frá  Ronaldo á síðustu fjórum mínútum leiksins sem tryggðu 3-3 jafntefli og 13 milljónir króna í hús. 
  Þess má geta að það er 120 milljóna risapottur í boði á Enska getraunaseðlinum á laugardag 

  Íslenskar getraunir óska þessum glúrna tippara til hamingju með vinninginn.

 • Briddsari vinnur rúmar 4 milljónir
  Getrauna-fréttir

  Það var glúrinn tippari og briddsari sem var með 13 rétta á laugardaginn í enska boltanum og er hann rúmum fjórum milljónum króna ríkari fyrir vikið. Tipparinn, sem styður við bakið á Bridgesambandi Íslands, var með eigið kerfi og keypti 1.000 raðir sem kosta 13.000 krónur.
  Þess má geta að það er risapottur næsta laugardag og verður vinningsupphæðin fyrir 13 rétta rúmar 120 milljónir króna.

   

 • Þúsundfaldaði upphæðina
  Getrauna-fréttir

  Glúrinn tippari rúmlega þúsundfaldaði upphæðina sem hann tippaði fyrir á Lengjuna í gær. Tipparinn tippaði á 10 íshokký leiki í bandarísku úrvalsdeildinni fyrir 1.385 krónur og fékk stuðulinn 1.079. Tipparinn var með alla leikina rétta og fær í sinn hlut rétt tæpar 1.5 milljón króna.

 • Verðlækkun í getraunum
  Getrauna-fréttir

  Íslenskar getraunir hafa ákveðið að lækka verð á hverja röð í getraunum (1x2), úr 14 krónum í 13 krónur.

 • Með 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum
  Getrauna-fréttir

  Einn tippari á Íslandi var með alla 13 leikina rétta á Miðvikudagsseðlinum og verður rúmlega 1.5 milljónum króna ríkari fyrir vikið. Tipparinn tippaði á opinn seðil með 5 tvítryggða leiki og 7 með einu merki, alls 32 raðir sem kosta 448 krónur. Tipparinn keypti miðann á netinu og styður KR án þess þó að búa í vesturbænum.