Getraunaleikir » Fréttir

  • Einn stærsti getraunapottur sögunnar
    Getrauna-fréttir

    Það verður til mikils að vinna á laugardaginn en einn hæsti getraunapottur sögunnar er í boði á Enska getraunaseðlinum. Áætlað er að vinningsupphæðin fyrir 13 rétta verði nálægt 380 milljónum króna. Ástæðan er sú að um síðustu helgi var risapottur en þá var enginn tippari með 13 rétta . Risapotturinn flyst því allur yfir á næstkomandi laugardag og myndar einn stærsta getraunapott sögunnar. Nú er tíminn til að rifja upp gömul kynni af Enska getraunaseðlinum og tippa á leikina.  

  • Laugardagsseðillinn lokar sunnudaginn 27. júní
    Getrauna-fréttir

    Hefðbundinn sunnudagsseðill verður ekki í boði um næstu helgi.  Laugardagsseðillinn lokar sunnudaginn 27. júní, og er eini seðillinn sem gildir í hópleik getrauna þessa viku.

  • Enginn getraunaseðill á sunndag
    Getrauna-fréttir

    Því miður er enginn getraunaseðill í boði sunnudaginn 13 júní. Enski seðilinn sem spilaður er á laugardaginn 12 júní er því eini seðillinn sem gildir í hópleik getrauna í þessari viku.

  • Vann 4,8 milljónir í getraunum
    Getrauna-fréttir

    Það var glúrinn tippari sem fékk 13 rétta á Laugardagsseðilinn í getraunum um helgina. Tipparinn tvítryggði 5 leiki og þrítryggði einn leik sem var úrslitaleikur Man. City – Chelsea í Meistaradeildinni. Getraunaseðillinn kostaði 1.440 krónur og varð tipparinn 4,8 milljónum króna ríkari.  

  • Tipparar á skotskónum
    Getrauna-fréttir

    Einn tippari var með 13 rétta á Sunnudagsseðlinum í getraunum og fær hann 1,2 milljónir króna í sinn hlut í vinning.

    Lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni reyndist tippurum gjöful og  þegar upp var staðið voru 9 tipparar með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum. Fær hver tippari um 600 þúsund krónur í sinn hlut.  Athygli vekur að í hinum karllæga heimi tippara eru tveir af vinningshöfunum konur, þar á meðal sú sem vinnur hæsta vinninginn á Sunnudagsseðilinn.

  • Enski seðilinn spilaður á sunnudag
    Getrauna-fréttir

    Síðasta umferð tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fer fram á sunnudaginn og þess vegna verður gerð breyting á getraunaseðlum helgarinnar. Enski seðilinn, sem venjulega er spilaður á laugardögum, verður spilaður á sunnudag og eru 250 milljónir í pottinum fyrir 13 rétta.  Enski seðillinn lokar klukkan 14:00 á sunnudag.

    Á laugardaginn er í boði getraunaseðill með völdum leikjum úr Evrópsku knattspyrnunni og skal merkja við aukaseðil þegar tippað er á hann.  Lokar seðillinn klukkan 12:00 á laugardaginn. 

  • Vann 12 milljónir á Enska getraunaseðilinn
    Getrauna-fréttir

    Glúrinn tippari á Íslandi var með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum á laugardaginn. Vinningur fyrir 13 rétta er um 11 milljónir en með aukavinningum fyrir 12, 11 og 10 rétta fer upphæðin langleiðina í 12 milljónir króna. Tipparinn tippar hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík og hefur stutt við bakið á þeim í langan tíma. Þeir sem vilja styðja við bakið á ÍFR þegar þeir tippa merkja getraunaseðla sína með númerinu 121.

  • 60 og 160 milljón króna risapottar í getraunum
    Getrauna-fréttir

    Páskahelgin framundan býður upp á risapotta í getraunum. Á miðvikudagsseðlinum verður tvöfaldur risapottur upp á 60 milljónir króna þar sem vinningsupphæðin fyrir 10 og 11 rétta gekk ekki út á Sunnudagsseðlinum. Á enska getraunaseðlinum á laugardag verður bætt við 13 rétta og tryggt að vinningsupphæðin fari ekki niðurfyrir 160 milljónir króna (11 milljónir sænskra króna). Það er því til mikils að vinna á laugardaginn. 

  • Appið gaf 13 rétta og 1,3 milljónir
    Getrauna-fréttir

    Einn íslenskur tippari fékk 13 rétta á Enska getraunaseðilinn um helgina og fékk 1.3 milljónir í vinning. Tipparinn tippaði í gegnum appið, valdi 32 raðir sem kostuðu 480 krónur og niðurstaðan 13 réttir og 1,3 milljónir í vasann. 

  • Fjórir með 13 rétta
    Getrauna-fréttir

    Fjórir tipparar voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum um helgina og er vinngsupphæðin um 1.5 milljón króna. Auk þess fá tippararnir allt að 600.000 krónur í aukavinninga fyrir 12, 11 og 10 rétta. Enn tippari var með 13 rétta á Sunnudagsseðlinum og fær rúma milljón í vinning. Þess má geta að í vikunni verður risapottur á Miðvikudagsseðlinum upp á 85 milljónir og á Enska getraunaseðlinum verða 200 milljónir í boði fyrir 13 rétta.