Getraunaleikir » Fréttir

 • Þúsundkallinn margfaldaðist
  Getrauna-fréttir

  Hann var glúrinn tipparinn sem tippaði á Lengjuna í gær og valdi 7 leiki á seðilinn sinn. Tipparinn reyndist vera með alla leikina rétta og þúsundkallinn sem hann lagði undir varð að 309 þúsundköllum og 900 krónum betur.

 • Fékk 2.6 milljónir fyrir 13 rétta
  Getrauna-fréttir

  Einn glúrinn íslenskur tippari var með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag. Hann tippaði á opinn seðil með 9 tvítryggða leiki og fékk þannig 512 raðir. Verð miðans var 7.168 krónur. Þrettán réttir gáfu honum rúmar 2.6 milljónir króna og með aukavinningum fer upphæðin í tæpar 3 milljónir. Miðinn var keyptur hjá Skeljungi á Reykjavíkurvegi.

 • 135 milljón króna risapottur
  Getrauna-fréttir

  Nú er enski boltinn farinn að rúlla og af því tilefni hefur verið ákveðið að bæta við fyrsta vinning á Enska getraunaseðlinum. Tryggðar verða um 135 milljónir króna (10 milljónir SEK) fyrir 13 rétta. Það er því ljóst að sumarfríinu er lokið og ástæða til að skoða getraunaseðilinn vel og taka þátt í risapottinum. Lokað verður fyrir sölu kl. 13.00 á laugardaginn.

 • Verðlækkun hjá Getraunum
  Getrauna-fréttir

  Íslenskar getraunir hafa lækkað verð á hverri röð á getraunaseðlunum um eina krónu og kostar röðin því 14 krónur. Lækkunin er til komin vegna styrkingar íslensku krónunnar gagnvart sænsku krónunni. Verð hverrar raðar helst í hendur við verð á röðinni í Svíþjóð þar sem Íslenskar getraunir eru í samstarfi með Svenska Spel um sölu getrauna og vinningsupphæðir eru reiknaðar í sænskum krónum.

 • Glúrinn Þróttari með 2.5 milljónir
  Getrauna-fréttir

  Það var glúrinn stuðningsmaður Þróttar í Vogum sem keypti miða á N1 í Vogunum á Miðvikudagsseðilinn og fékk 13 rétta. Hann keypti 192 raðir á 2.880 krónur og skiluðu 13 réttir honum rétt um 2.5 milljónum króna í vinning. 

 • Leikur fjarlægður af getraunaseðlum
  Getrauna-fréttir

  Sænsku getraunirnar, sem eru samstarfsaðili Íslenskra getrauna, hafa ákveðið að fjarlægja leik Assyriska af getraunaseðlum vikunnar.  Það verður því uppkast sem gildir þegar úrslitin verða ákvörðuð á leik nr. 10 á Laugardagsseðlinum og á leik nr. 2 á Sunnudagsseðlinum.

  Um er að ræða leik Assyriska gegn IK Sirius í sænsku 1. deildinni.

 • England - Ísland 368% útborgunarhlutfall!!!!!
  Getrauna-fréttir

  Íslenskar getraunir töldu Englendinga mun sigurstranglegri í leik Englands og Íslands sem fram fór í gærkvöld. Íslenskir tipparar voru ekki á sama máli og tippuðu langflestir á sigur Íslands og höfðu rétt fyrir sér þegar íslenska liðið tryggði sér sigurinn eftir frábæran leik.

   

 • Einn Íslendingur með 13 rétta
  Getrauna-fréttir

  Einn íslenskur tippari var með alla leikina 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum. Hann hafði því fulla trú á að Ísland myndi vinna Austurríki í kvöld eins og reyndin varð og væntanlega hefur tipparinn stokkið manna hæst upp úr stólnum þegar Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmark Íslands og tryggði tipparanum rétt um 4 milljónir króna í vinning. 

 • Breyting á úrslitaþjónustu Íslenskra getrauna
  Getrauna-fréttir

  Frá og með 2. maí nk. munu Íslenskar getraunir gera breytingar á úrslitaþjónustu sem Getraunir hafa haldið úti um áratuga skeið. Í stað þess að vera með vaktmenn í vinnu alla daga vikunnar allan ársins hring sem færðu handvirkt inn úrslit frá íþróttaleikjum, munu Íslenskar getraunir kaupa þessa þjónustu með rafrænum hætti og birta á vef fyrirtækisins 1X2.is. Viðskiptavinir Íslenskra getrauna munu þannig fá mun ýtarlegri og betri upplýsingar, bæði hvað varðar úrslit og stöðutöflur í ólíkum íþróttagreinum sem og upplýsingar um innbyrðis viðureignir, markaskorun leikmanna ofl.

 • Frammarar vinna milljónir
  Getrauna-fréttir

  Frammarar reyndust getspakir í enska boltanum í dag en húskerfið þeirra sló í gegn og skilaði 13 réttum á Enska getraunaseðilinn. Alls fá Frammararnir rúmar 3,4 milljónir í sinn hlut auk aukavinninga fyrir 12, 11 og 10 rétta. Búast má við að heildarupphæð vinninga verði nálægt 4 milljónum króna.