Getraunaleikir » Fréttir

 • Breyting á úrslitaþjónustu Íslenskra getrauna
  Getrauna-fréttir

  Frá og með 2. maí nk. munu Íslenskar getraunir gera breytingar á úrslitaþjónustu sem Getraunir hafa haldið úti um áratuga skeið. Í stað þess að vera með vaktmenn í vinnu alla daga vikunnar allan ársins hring sem færðu handvirkt inn úrslit frá íþróttaleikjum, munu Íslenskar getraunir kaupa þessa þjónustu með rafrænum hætti og birta á vef fyrirtækisins 1X2.is. Viðskiptavinir Íslenskra getrauna munu þannig fá mun ýtarlegri og betri upplýsingar, bæði hvað varðar úrslit og stöðutöflur í ólíkum íþróttagreinum sem og upplýsingar um innbyrðis viðureignir, markaskorun leikmanna ofl.

 • Frammarar vinna milljónir
  Getrauna-fréttir

  Frammarar reyndust getspakir í enska boltanum í dag en húskerfið þeirra sló í gegn og skilaði 13 réttum á Enska getraunaseðilinn. Alls fá Frammararnir rúmar 3,4 milljónir í sinn hlut auk aukavinninga fyrir 12, 11 og 10 rétta. Búast má við að heildarupphæð vinninga verði nálægt 4 milljónum króna.

 • Rangur lokunartími á Sunnudagsseðlinum
  Getrauna-fréttir

  Tippurum er bent á að rangur lokunartími er í Leikskrá Íslenskra getrauna fyrir getraunaseðilinn á sunnudag.

  Lokað verður fyrir sölu kl. 14.00 en ekki kl. 15.00 eins og fram kemur í Leikskránni.

 • Grindvíkingar enn með 13 rétta!
  Getrauna-fréttir

  Grindvíkingar virðast vera með getspakari mönnum á Íslandi. Hópur frá Grindavík fékk 13 rétta í Enska getraunaseðlinum sem var að ljúka og voru þeir einu á Íslandi sem náðu 13 réttum. Alls fá þeir rúmlega 440 þúsund krónur í sinn hlut fyrir 13 rétta að þessu sinni.

 • Verð á getraunaröð lækkar
  Getrauna-fréttir

  Íslenskar getraunir hafa fengið samþykki hjá innanríkisráðuneytinu fyrir lækkun á verði hverrar raðar í getraunum (1X2) um 1 krónu, úr 16 krónum í 15 krónur. Tekur lækkunin gildi mánudaginn 22. febrúar 2016.

  Lokað verður fyrir sölu getraunaseðla (1X2) kl. 13:00 á sunnudaginn 21. febrúar og opnað aftur kl. 09:00 á mánudaginn 22. febrúar.

 • Risapottar á laugardag og sunnudag
  Getrauna-fréttir

  Tveir íslenskir tipparar voru með 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum og fá rúmar 140.000 krónur í sinn hlut. Ekki var greitt út fyrir 10 og 11 rétta og leggst því sú upphæð við vinningsupphæðina fyrir 13 rétta á Sunnudagsseðlinum.

 • Íslenskur tippari vinnur 10 milljónir !
  Getrauna-fréttir

  Einn íslenskur tippari var með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum og fær hann rúmar 10  milljónir í sinn hlut.
  Miðinn var keyptur af vef Íslenskra getrauna og styður tipparinn Ögra, íþróttafélag heyrnalausra sem er með getraunanúmerið 128.

 • Tippið gjöfult í Grindavík
  Getrauna-fréttir

  Fjórir aðilar voru með 13 rétta í Getraunum í dag á Enska getraunaseðlinum. Einn þessara aðila var hópur frá Grindavík sem fékk 13 rétta. Síðustu tvær vikur fékk húskerfið í Grindavík 13 rétta þannig að Grindvíkingar hafa fengið 13 rétta á Enska getraunaseðlinum þrjár helgar í röð og hefur tippið því verið gjöfult í Grindavík undanfarnar vikur.

 • 13 réttir í fyrstu tilraun !
  Getrauna-fréttir

  Einn vinningshafinn sem var með 13 rétta í risapotti dagsins á Enska getraunaseðlinum skráði sig á netið hjá Getspá-Getraunum á nýársdag og siglir heim 13 réttum í fyrstu tilraun á miða sem kostaði 1.536 krónur. 

 • Íslandsmótið í Hópleik
  Getrauna-fréttir

  Íslandsmótinu í Hópleik er lokið. Í 1. deild vann hópurinn 107-Sjö-B. Í 2. deild er bráðabani milli 107-Sjö-B og 904-Wenger og í 3. deild vann 904-Trausti. Sigurvegarar í hverri deild fá 100.000 krónur í verðlaunafé auk veglegs farandbikars.