Getraunaleikir » Fréttir

  • Þrír með 13 rétta
    Getrauna-fréttir

    Það voru þrír tipparar sem voru með alla leikina 13 rétta á Sunnudagsseðlinum. Fær hver þeirra tæpar 2.2 milljónir í sinn hlut auk aukavinninga fyrir 12, 11 og 10 rétta. Það getur borgað sig að tippa á Sunnudagsseðilinn. Á laugardaginn verður Enski seðillinn í boði eftir langt hlé. 

  • Getraunadeildin hefst 6. júní
    Getrauna-fréttir

    Keppni í Getraunadeildinni hefst á laugardaginn 6. júní eftir langt hlé vegna Covid-19. Bráðabani fyrir hópa sem lentu í þrem efstu sætum í 2. og 3. deild hefst einnig á laugardag.
    Allir geta verið með í Getraunadeildinni og kostar þáttakan ekkert. Til að skrá hóp er farið á innskráningu á vef Getrauna og smella á notendaupplýsingar, velja félag sem þú vilt styðja, nafn og númer á þitt lið. Þetta þarf aðeins að gera einu sinni og þá ert þú alltaf með í Getraunadeildinni. Keppnin stendur í 10 vikur og gilda 8 bestu vikurnar. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þrjú efstu sætin. 

  • Lengjudeildir í knattspyrnu
    Getrauna-fréttir

    Íslenskar getraunir og Íslenskur Toppfótbolti gerðu með sér samstarfssamning og verða Íslenskar getraunir stuðningsaðili 1. deildar kvenna og karla í knattspyrnu í sumar. Munu deildirnar nefnast Lengjudeild kvenna og Lengjudeild karla. 
    "Það er spennandi knattspyrnusumar framundan og Íslenskar getraunir vilja halda áfram að styðja þétt við bakið á íslenskri knattspyrnu eins og fyrirtækið hefur gert í áraraðir samhliða öðru íþróttalífi í landinu. Við erum gríðarlega ánægð með að fá tækifæri til að vinna enn frekar með knattspyrnufélögum í landinu og munum leggja kapp á að kynna Lengjudeildirnar vel fyrir landanum í góðu samstarfi við félögin. Lengjudeildirnar í ár innihalda feykilega öflug félög með góða dreifingu um land allt. Það er okkar von að landsmenn sæki vel leiki Lengjudeildanna á flakki sínu um landið í sumar,“ segir Einar Njálsson markaðsstjóri Íslenskra Getrauna,

     

  • Verðhækkun í getraunum
    Getrauna-fréttir

    Gengi íslensku krónunnar hefur gefið eftir gagnvart sænsku krónunni og er nú um stundir 14,78. Íslenskar getraunir hafa því ákveðið að hækka verð hverrar raðar í getraunum  úr 13 krónum í 14 krónur og tekur hækkunin gildi strax. Vegna samstarfs Getrauna við Svenska Spel eru vinningar reiknaðir út miðað við verðgildi sænsku krónunnar.  Því er nauðsynlegt að söluverð hverrar raðar sé sem næst verðgildi sænsku krónunnar.

     

  • Engin leikskrá þessa vikuna
    Getrauna-fréttir

    Engin leikskrá er gefin út þessa vikuna þar sem engin leikir eru í boði á getraunaseðlum. Enn fremur eru miklar breytingar á leikjum í Lengjunni frá degi til dags, þannig að hætta er á að allir leikirnir verði úreltir þegar kemur fram í vikuna og leikskráin þannig ónothæf. Þess í stað geta tipparar slegið inn leikskra.is þar sem þeir sjá alla leiki á Lengjunni sem eru í boði í sölukössunum. Leikskra.is er gefin út í tvo daga í senn. Hér á síðunni er einnig hægt að sjá hvaða leikir eru í boði i Lengjunni á netinu og Lengjan beint. 

  • Engir getraunaseðlar í þessari viku
    Getrauna-fréttir

    Engir getraunaseðlar verða í þessari viku vegna skorts á leikjum. Ekki er ljóst hvenær næstu seðlar líta dagsins ljós en Getraunir munu láta vita um leið og það gerist. 

  • Leikskrá Lengjunnar á leikskra.is
    Getrauna-fréttir

    Engin leikskrá fyrir Lengjuna verður gefin út á pappír þessa vikuna þar sem lítið er um leiki og eins víst að þeim leikjum sem í boði eru á mánudegi verði frestað þegar líða tekur á vikuna. Þess vegna verður leikskráin gefin rafrænt út á netinu. Sláðu inn leikskra.is í snjallsímann þinn og þá færð þú númer allra leikja sem hægt er að tippa á í sölukössunum hverju sinni. 

  • Öllum leikjum á Enska getraunaseðlinum frestað
    Getrauna-fréttir

    Öllum leikjunum sem eru á Enska getraunaseðlinum hefur verið frestað og meirihluta leikja á Sunnudagsseðlinum.  Það þýðir að kastað verður upp á úrslit leikjanna í samræmi við þær reglur sem eru í gildi hjá Íslenskum getraunum. Tipparar geta séð fjölda kúlna sem merktar eru með táknunum 1, X eða 2 þegar smellt er á getraunaseðlana hér á vefnum. Þar sem sala var hafin áður en leikjunum var frestað, mun sala halda áfram eins og venjulega fram að lokunartíma. Allar líkur eru á að engir getraunaseðlar verði í boði í næstu viku. 

  • Frestaðir leikir og leikir án áhorfenda - Miðvikudagsseðill UPPFÆRT
    Getrauna-fréttir

    Eftirfarandi leikjum á Miðvikudagsseðli er frestað:
    Leik Man. City - Arsenal og eru uppkasttölur 11-3-2
    Leik Sevilla - Róm 8-4-4
    Leik Inter - Getafe 8-5-3
    Eftirtaldir leikir á Miðvikudagsseðlinum fara fram fyrir luktum dyrum:
    6. Olympiakos - Wolves
    11. Inter - Getafe
    12. Wolfsburg Shakhtar

  • Tveir með 13 rétta
    Getrauna-fréttir

    Tveir tipparar á Íslandi voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum á laugardaginn. Annar tipparinn býr á Egilsstöðum og tekur þátt í getraunastarfinu hjá Hetti. Hann tippaði fyrir 2.119 krónur og skilar getraunaseðillinn rúmlega 3.6 milljónum króna í vasann með aukavinningum. Hinn tipparinn keypti sinn getraunaseðil á sölustað í Reykjavík og greiddi fyrir hann 5.655 krónur. Hann styður Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík og fær hann um 3.9 milljónir í sinn hlut með aukavinningum.