Getraunaleikir » Yfirferð S-kerfa
Þegar farið er yfir getraunaseðilinn eru rétt merki talin, jafnt þau sem eru með einu merki, tveimur merkjum og þremur merkjum. Úrslit þeirra leikja sem eru með tveimur eða þremur merkjum á sparnaðarkerfunum eru sett á blað og borin saman við viðkomandi kerfi. Til hliðsjónar er haft sparnaðarkerfið S 4-4-144, sem er á getraunaseðlinum. Kvittunin er hér til hliðar. Þar sést að fjórir leikir eru með þremur merkjum, fjórir leikir eru með tveimur merkjum og fimm leikir eru með einu merki. Til að byrja með er litið á allan getraunaseðilinn og talið hve mörg merki eru rétt á kvittuninni.
Í þessu tilfelli eru öll merkin rétt og þá er það spurning hvort að kerfið gefi þrettán rétta, sem koma fyrir í 11.1% tilvika, eða tólf rétta, sem koma fyrir í 88.9% tilvika. Fyrst eru taldir leikirnir sem eru með einu merki. Þeir eru fimm og við gefum okkur að þeir séu allir réttir. Í dálki nr. 12 hér fyrir neðan sést að þrír leikir eru réttir af fjórum af þrítryggingunum og fjórir af fjórum af tvítrygginum. Því hefur kerfið gefið 5+3+4=12 rétta í þessu tilviki.
Kerfistafla sparnaðarkerfisins S 4-4-144 | |||||||||||||||||
Dálkar | Leikur | Rétt | Rétt | ||||||||||||||
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | nr. | úrslit | tákn |
3 tryggðir | |||||||||||||||||
1 | 1 | 1 | 2 | 2 | 2 | 1 | 1 | 1 | 2 | 2 | 2 | X | X | X | 2 | 2 | 2 |
1 | X | 2 | 1 | X | 2 | 1 | X | 2 | 1 | X | 2 | 1 | X | 2 | 5 | X | X |
X | 2 | 1 | 2 | 1 | X | 2 | 1 | X | X | 2 | 1 | 1 | X | 2 | 8 | 1 | 1 |
2 | 1 | X | X | 2 | 1 | X | 2 | 1 | 2 | 1 | X | 1 | X | 2 | 11 | X | X |
2 tryggðir | |||||||||||||||||
1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | X | X | X | X | X | X | 1X | 1X | 1X | 4 | X | X |
1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 6 | 2 | X |
1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 9 | 1 | 1 |
1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 12 | 1 | 1 |
Fjöldi raða | |||||||||||||||||
8 | 8 | 8 | 8 | 8 | 8 | 8 | 8 | 8 | 8 | 8 | 8 | 16 | 16 | 16 |
ÞRÍTRYGGINGAR
Fjórir leikir eru með þremur merkjum, leikir nr.: 2, 5, 8 og 11.
Rétt úrslit á leik nr. 2 eru 2 og þá er 2 réttallsstaðar í efstu línunni í kerfinu hér fyrir ofan
Rétt úrslit á leik nr. 5 eru X og þá er X rétt allsstaðar í næst efstu línunni í kerfinu hér fyrir ofan.
Rétt úrslit á leik nr. 8 eru 1 og þá er 1 rétt allsstaðar í þriðju efstu línunni í kerfinu hér fyrir ofan.
Rétt úrslit á leik nr. 11 eru X og þá er X rétt allsstaðar í fjórðu efstu línu á kerfinu hér fyrir ofan.
TVÍTRYGGINGAR
Fjórir leikir eru með tveimur merkjum, leikir nr.: 4, 6, 9 og 12.
Rétt úrslit á leik nr. 4 eru X og þá er X rétt allsstaðar í línu 5 í kerfinu hér fyrir ofan.
Rétt úrslit á leik nr. 6 eru 2 og þá er X rétt allsstaðar í línu 6 í kerfinu hér fyrir ofan.
Rétt úrslit á leik nr. 9 eru 1 og þá er 1 rétt allsstaðar í nínu 7 í kerfinu hér fyrir ofan.
Rétt úrslit á leik nr. 12 eru 1 og þá er 1 rétt allsstaðar í línu 8 í kerfinu hér fyrir ofan.
Þú tippar | Úrslit | Rétt tákn í töflu |
1X | 1 | 1 |
1X | X | X |
12 | 1 | 1 |
12 | 2 | X |
X2 | X | 1 |
X2 | 2 | X |
ATHUGIÐ: |
Taflan yfir tvítryggingar hér fyrir ofan ræður hvort merkið heldur sér eða |