Getraunaleikir » Yfirferð Ú-kerfa
Yfirferð á útgangsmerkjakerfum er svipuð og á sparnaðarkerfum. Fjöldi réttra merkja á föstu leikjunum eru lögð saman við fjölda réttra merkja á leikjunum með tveimur merkjum og þremur merkjum. Auk þess eru rétt útgangsmerki talin, því árangurinn fer yfirleitt eftir fjölda útgangsmerkjanna. Þegar því er lokið er litið á líkindatöflu viðkomandi kerfis til að sjá hvaða möguleikar eru á vinningi. Það sem greinir að yfirferð á útgangsmerkjakerfum frá sparnaðarkerfum er að útgangsmerkin á útgangsmerkjakerfunum ráða árangri.
Í kerfistöflunum eru útgangsmerkin ávallt táknum sem 1, en einnig má nota X eða 2 sem útgangsmerki. Ef 1 er notað sem útgangsmerki og er rétt, er það táknað sem 1 í kerfistöflunni, en rangt útgangsmerki er táknað sem X2. Ef X hefur verið notað og er rétt kemur það í staðinn fyrir 1 í kerfistöflunni, en X2 breytist í 12. Ef 2 hefur verið notað og er rétt kemur það í staðinn fyrir 1 í kerfistöflunni, en X2 breytist í 1X.
Til hliðsjónar er útgangsmerkjakerfið Ú 7-3-384, sem er á getraunaseðlinum. Kvittunin er hér til hliðar.
Á kvittuninni sést að sjö leikir eru með þrjú merki og eru þeir allir með útgangsmerki. Þrír leikir eru með tvö merki og þrír leikir með eitt merki. Þegar úrslit leikjanna liggja fyrir kemur í ljós að öll merkin koma fyrir á kvittuninni. Réttu útgangsmerkin eru talin. Fimm útgangsmerki eru rétt. Við fimm útgangsmerki rétt eru líkurnar á þrettán réttum 57.1%. Þegar búið er að fara yfir rétt merki á kerfinu kemur í ljós að sjö leikir eru réttir með þremur merkjum, fimm rétt útgangsmerki og tvö röng, svo og tveir leikir með tveimur merkjum og þrír leikir með einu merki (föstu leikirnir).
Árangurinn er því 7+2+3=12 réttir í dálk nr. 15.
Kerfistafla útgangsmerkjakerfisins Ú 7-3-384 | ||||||||||||||||||||||||
Dálkar | Leikur | Ú | Rétt | |||||||||||||||||||||
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | nr. | merki | merki | |
3 tryggðir | ||||||||||||||||||||||||
1 | 1 | X2 | 1 | 1 | 1 | X2 | 1 | 1 | 1 | X2 | 1 | 1 | 1 | X2 | X2 | 1 | X2 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | X V=X2 | |
1 | X2 | 1 | 1 | X2 | 1 | X2 | 1 | 1 | X2 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | X2 | X2 | 1 | 4 | X | X R=1 | |
1 | X2 | 1 | 1 | 1 | X2 | 1 | X2 | 1 | 1 | 1 | X2 | 1 | 1 | X2 | 1 | X2 | 1 | 1 | 1 | 1 | 6 | 1 | 2 V=X2 | |
1 | 1 | X2 | 1 | 1 | X2 | 1 | 1 | X2 | 1 | 1 | 1 | 1 | X2 | 1 | 1 | 1 | 1 | X2 | 1 | X2 | 9 | 2 | 2 R=1 | |
X2 | 1 | 1 | 1 | X2 | 1 | 1 | 1 | X2 | 1 | 1 | X2 | X2 | 1 | 1 | X2 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 10 | 1 | 1 R=1 | |
1 | 1 | 1 | X2 | 1 | 1 | 1 | X2 | 1 | 1 | X2 | 1 | X2 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | X2 | X2 | 12 | 1 | 1 R=1 | |
X2 | 1 | 1 | X2 | 1 | 1 | 1 | 1 | 1 | X2 | 1 | 1 | 1 | X2 | 1 | 1 | X2 | X2 | 1 | 1 | 1 | 13 | X | X R=1 | |
2 tryggðir | ||||||||||||||||||||||||
1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 2 | X R=X | ||
1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 1X | 7 | X R=1 | ||
1 | X | 1 | X | 1 | X | 1 | X | 1 | X | 1 | X | 1 | X | 1 | X | 1 | X | 1X | 1X | 1X | 11 | 2 R=X | ||
Fjöldi raða | ||||||||||||||||||||||||
16 | 16 | 16 | 16 | 16 | 16 | 16 | 16 | 16 | 16 | 16 | 16 | 16 | 16 | 16 | 16 | 16 | 16 | 32 | 32 | 32 |
ÞRÍTRYGGINGAR MEÐ ÚTGANGSMERKI
Einfaldast er að læra eftirfarandi reglu:
a) Ef útgangsmerki er rétt (R) þá er það táknað með 1 í kerfistöflum
b) Ef útgangsmerki er rangt (V) þá er það táknað með X2 í kerfistöflum
TVÍTRYGGINGAR
Yfirferð á tvítryggingum á útgangsmerkjakerfum er háð sömu lögmálum og yfirferð tvítrygginga á sparnaðarkerfum.
Taflan hér fyrir neðan sýnir hvernig merkin umbreytast.
Þú tippar | Úrslit | Rétt tákn |
í töflu | ||
1X | 1 | 1 |
1X | X | X |
12 | 1 | 1 |
12 | 2 | X |
X2 | X | 1 |
X2 | 2 | X |
ATHUGIÐ:
Taflan yfir tvítryggingar hér fyrir ofan ræður hvort merkið heldur
sér eða breytist. Merkið 2 á leik nr. 6 er því táknað með X í kerfistöflunni.