Getraunaleikir » Uppsetning fyrir Android
1. Síminn undirbúinn
Google Play Store leyfir því miður ekki forrit sem bjóða upp á peningaleiki. Þess vegna þarftu að leyfa uppsetningu forrita frá óþekktum aðilum til að hlaða niður og nota Getrauna appið í Android símanum þínum eða spjaldtölvunni. Þú gætir þurft að leyfa þetta áður en þú sækir appið en annars færðu upp spurningu hvort þú viljir heimila uppsetningu þegar þú opnar skránna sem þú hleður niður.
Farðu í Stillingar á Android símanum þínum eða spjaldtölvunni.
Veldu „Öryggi“ eða „Security“.
Veldu „Óþekktur uppruni" eða „Unknown sources" og virkjaðu.
Ekki gleyma að virkja öryggið aftur að lokinni uppsetningu.
2. Sæktu appið og settu upp
Þegar þú hefur undirbúið símann sækir þú appið af app síðunni okkar sem þú finnur með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Þu smellir þar á sækja og smellir síðan á „Setja upp“ eða „Install“.
Appið hleðst þá niður á símann þinn og það er sett sjálfkrafa upp. Tákn með merki Getrauna birtist á skjáborðinu sem þú smellir á til að opna appið.
3. Skráðu þig inn
Appið býður upp á fljótlega og þægilega innskráningarleið með fingrafari.
Til að leyfa innskráningu með fingrafari þarft þú fyrst að auðkenna þig með notandanafni og lykilorði eða með rafrænum skilríkjum.
Athugaðu að allir sem hafa aðgang að tækinu þínu með fingrafari munu hafa aðgang að appinu veljir þú að veita þennan aðgang.
Nýir viðskiptavinir geta stofnað aðgang í appinu og komið í viðskipti við Getraunir á örfáum mínútum.