Getraunaleikir » Hópleikur

Hópleikur

Hópleikur Íslenskra getrauna sem hefur verið í gangi í fjölda ára en þar gefst tippurum tækifæri til að spreyta sig í keppni gegn öðrum tippurum á Íslandi án aukakostnaðar. Í Hópleik gildir betra skor úr Enska seðlinum eða Sunnudagsseðlinum. Fáir þú 9 rétta á Enska og 10 rétta á Sunnudagsseðilinn færð þú 10 í skor. Þeir sem lenda í þrem efstu sætunum í hverri deild fá veglega vinninga. Alls verða um tvær milljónir greiddar í vinninga á árinu.

Hér má skoða stöðuna í hópleik

Hér má skoða Íslandsmót í hópleik 2017

Hér má sjá stöðuna í eldri hópleikjum

Skráning
Þátttaka í leiknum er afar einföld og kostar ekkert aukalega. Hægt er að fylgjast með stöðu síns liðs hér á síðunni.

hopleikur   Ef þú ert ekki þegar skráður.

Í valmyndinni sem kemur upp ákveður þú hvaða félag þú vilt styrkja. 10% af upphæðinni sem þú tippar fyrir rennur beint til félagsins sem þú velur að styrkja.
Þú velur númer og nafn á liðið og skráir svo inn umbeðnar upplýsingar og smellir á Vista.  
Þegar þú tippar í getraunum eftir þetta á netinu, skráist vinningafjöldinn sem þú færð, sjálfkrafa í Hópleikinn undir nafninu sem þú valdir.  
Þegar þú tippar í sölukassa verður þú að merkja við númer íþróttafélagsins sem þú ætlar að styrkja og einnig númer þíns liðs ætlir þú að taka þátt í Hópleiknum. Það er gert með því að strika yfir tölurnar á getraunaseðlinum.
Hægt er að fylgjast með árangri liðsins hér á síðunni með því að smella á 1.deild, 2.deild og 3.deild

Deildaskipting
Keppni í Hópleik er skipt upp í þrjár deildir og er það gert til þess að þeir sem kaupa fáar raðir geti keppt á jafnréttisgrundvelli við tippara í svipaðri stöðu.  Þeir sem kaupa margar raðir gera þá slíkt hið sama.
 Reglan um skiptingu raða í deildir er eftirfarandi:
Fyrstu 162 raðirnar fara í 3 deild, 2 deild og 1 deild
Raðir umfram 162 upp að 676 röðum fara aðeins í 2. deild og 1 deild
Raðir umfram 676 raðir upp að 1.653 röðum fara aðeins í 1 deild.
Raðir umfram 1.653 raðir taka ekki þátt í Hópleik.
Þetta skýrir hvers vegna sama liðið getur verið ofarlega í öllum deildum og hvers vegna sama liðið getur fengið 9 rétta í 3 deild en 10 rétta í 2 deild. Þá hefur röðin sem var með 10 rétta verið t.d. í sæti 200, þ.e. umfram 162 fyrstu raðirnar sem fara í 3 deild.
Tölurnar 11/10 þýða að hópurinn hefur fengið 11 rétta í enska boltanum, en 10 rétta í Evrópuboltanum (Sunnudagsseðlinum) Hærri talan gildir þegar staðan er reiknuð í hópleiknum hverju sinni. Gangi illa í Enska boltanum gefst tippurum tækifæri til að ná sér á strik í Evrópuboltanum á sunnudögum. Úrslit í Miðvikudagsseðlinum gilda ekki í Getraunadeildinni.

Keppnisfyrirkomulag
Keppni í Hópleik stendur yfir í 10 vikur í senn og eru því 5 deildakeppnir á hverju ári og frí í tvær vikur.  Gildir besta skor 8 vikna og þurkast því slökustu tvær vikurnar út þegar lokastaðan er reiknuð.  Verði lið jöfn í einhverju af þrem efstu sætunum fer fram bráðabani næstu helgi eða helgar þar til úrslit fást.

Innsendar raðir
Það skiptir máli hvernig raðirnar eru sendar inn til Íslenskra getrauna
Reglan varðandi röðun raða inn í kerfið er eftirfarandi:

  1. Merktar forgangsraðir í félagakerfinu
  2. Raðir úr félagakerfinu
  3. Raðir frá vefnum og úr snjalltækjkum
  4. Raðir úr sölukössum.


Vinningar:
Veittir eru glæsilegir vinningar fyrir efstu þrjú sætin í hverri deild

Í 1 deild eru verðlaunin:
60.000 kr. fyrir 1.sætið, 50.000 fyrir 2.sæti og 40.000 kr. fyrir 3.sæti

Í 2.deild eru verðlaunin:
50.000 kr. fyrir 1.sætið, 40.000 kr. fyrir 2.sæti og 30.000 kr. fyrir 3.sæti

Í 3. deild eru verðlaunin:
40.000 kr. fyrir 1.sætið, 30.000 kr. fyrir 2.sæti og 20.000 kr. fyrir 3.sæti.

Auk þessa fá þau lið sem lenda í þrem efstu sætunum í hverri deild í fyrstu fjórum deildakeppnunum á árinu, alls 12 lið að hámarki í hverri deild,  tækifæri til að keppa um Íslandsmeistaratitilinn. Þar eru fyrstu verðlaun 100.000 krónur.