Getraunaleikir » Getraunakerfið

Getraunakerfið

Getraunakerfið
Nýtt getraunakerfi á vefnum okkar. Þar boðið upp á allt það góða sem boðið er upp á í Gettó auk þess sem hægt er að kaupa raðir beint úr kerfinu.
Smellið hér til að opna getraunakerfið

Félagakerfið
Íslenskar getraunir bjóða upp kerfi sem félög geta notað til að selja getraunaraðir og fær félagið 26% söluþóknun (10% í áheit + 16% í sölulaun). Einstaklingar geta einnig notað kerfið, með sama aðgangi og á lotto.is, og stofnað þar hóp/lið, safnað í potta til að kaupa sameiginlega miða eða keypt einstaklings miða.
Leiðbeiningar um notkun félagakerfisins má finna hér.
Smellið hér til að opna félagakerfið

Getraunaforrit ÍG
Getraunaforrit ÍG er gamalt en gott DOS forrit sem nota má til að útbúa raðir samkvæmt úrvali af S og R kerfum. Hægt er að sækja getraunaseðla fyrir hverja viku, hér að ofan, en þeim fylgja ýmsar tölfræðilegar upplýsingar. Forritið er sótt hér.

Gettó
Gettó er öflugt og vinsælt getraunaforrit í Windows útgáfu. Kerfið býður upp á um 2000 getraunakerfi og stórkostlega grisjunarmöguleika. Inn í kerfið hefur verið bætt gamla getraunaforritinu frá Getraunum. Komin er ný útgáfa af forritinu sem er bæði fyrir 32 og 64 bita útgáfur af Windows. Forritið er hægt að nálgast hér.

Sjálfgefin mappa til að vista raðir í er C:IslGetr\Win-Gettó, þ.e. raðirnar verða sjálfkrafa til í þessarri möppu.
Athugið að ef fyrir er gömul útgáfa á vélinni er betra að henda henni fyrst.


Almennt um getraunaforrit
Íslenskar getraunir hafa um árabil boðið tippurum upp á þá þjónustu að taka á móti getraunaröðum. Ofangreind forrit skila út röðum sem hægt er að senda inn til Getrauna.

Forritin bjóða upp á að sækja getraunaseðla fyrir enska og ítalska boltann.

Þú merkir við leikvikuna sem þú vilt sækja og smellir svo á Sækja og þá eru valin gögn flutt á harða diskinn þinn.

Slóð: hér getur þú skráð slóðina þar sem gögnin eru skrifuð. Getraunaforritið er venjulega á C:\GETR\ og Gettó á C:\ISLGETR\VISGETTO\

(það er líka hægt að sækja sömu gögn á ftp://urslit.1x2.is/GetVis/1X2/Leikskra/ en þá þarf að afrita þær skrár sem þú vilt í C:\GETR\ möppuna fyrir getraunaforritið og í C:\ISLGETR\VISGETTO\ möppuna fyrir Gettó.)

 Ef þú lendir í vandræðum getur þú sent póst til thjonusta@getspa.is og þér verður svarað við fyrsta tækifæri.