Getraunaleikir » Útgangsmerkjakerfi
Útgangsmerkjakerfi spara raðir eins og sparnaðarkerfi. Með því að nota útgangsmerki á þrítryggðu leikina eykur tipparinn möguleikana á því að ná vinningi. Yfirleitt aukast líkur á toppvinningi eftir fjölda útgangsmerkja, en þó ekki alltaf. Útgangsmerki hefur meira vægi en hin tvö merkin. Í stað þess að öll merkin hafi sama gildi, kemur þetta eina útgangsmerki oftar fyrir en hin tvö merkin.
Útgangsmerki tryggja árangur í samræmi við rétt tippuð útgangsmerki. Dæmi er hér í næsta dálki, þar sem tipparinn er nokkuð viss um að annar af tveimur leikjum muni enda með heimasigri, jafnvel báðir.
Athugið að auðvitað má nota hvaða útgangsmerki sem er, 1 fyrir heimasigur, X fyrir jafntefli eða 2 fyrir útisigur. Í kerfistöflunum er útgangsmerki þó alltaf táknað með 1 eða heimasigur.
Hér að neðan eru sýnd dæmi um útgangsmerki á tveimur leikjum. Sýnd eru dæmi um öll merkin 1, X og 2. Í flestum tilvikum þyrfti 3*3 raðir = 9 til að tryggja slíka leiki en með því að nota útgangsmerki á báða leikina má komast af með að nota 5 raðir í stað 9 raða.
1 er notað sem Ú-merki | X er notað sem Ú-merki | 2 er notað sem Ú-merki | ||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|
|
||||||||||||||||||||||||||||||||
Þarna sést að ef annar eða báðir leikirnir enda sem heimasigur eru þeir báðir réttir. |
Þarna sést að ef annar eða báðir leikirnir enda sem jafntefli eru þeir báðir réttir. |
Þarna sést að ef annar eða báðir leikirnir enda sem útisigur eru þeir báðir réttir. |
Hér fyrir neðan kemur síðan dæmi um það þegar alveg er sama hvernig úrslitin eru, tveir leikjanna eru alltaf réttir. Munurinn er sá að í dæmunum með útgangsmerkjunum eru raðirnar fimm, en í margföldunardæminu hér fyrir neðan eru raðirnar níu.
1 | 1 | 1 | X | X | X | 2 | 2 | 2 |
1 | X | 2 | 1 | X | 2 | 1 | X | 2 |
Í þessu dæmi sést að alveg er sama hver úrslit leikjanna verða, rétt er getið til um báða leikina. Þeir eru báðir stærðfræðilega þrítryggðir (100% þéttir), en þá sparast engar raðir.
Dæmin hér að ofan má einnig nota með fleiri leikjum. Til dæmis þegar öruggt þykir að tveir af þremur leikjum endi með heimasigri.
1 er notaður sem Ú merki |
1 | 1 | 1 | 1 | 1 | X | 2 |
1 | 1 | 1 | X | 2 | 1 | 1 |
1 | X | 2 | 1 | 1 | 1 | 1 |
Þarna sést að ef tveir eða jafnvel allir þrír leikirnir enda með heimasigri eru þeir allir réttir. Ef þessir þrír leikir væru stærðfræðilega þrítryggðir (100% þéttir) þyrfti 27 raðir (3*3*3). Þarna hafa því sparast 20 raðir á þremur leikjum með því að nota útgangsmerki.
Útgangsmerkjakerfin á getraunaseðlinum eru öll mjög sterk. Ef tipparinn nær að koma réttum merkjum á kerfin eru miklar líkur á vinningi og töluverðar líkur á þrettán réttum leikjum.
Við ítrekum að í öllum dæmum hér fyrir ofan er 1 notað sem útgangsmerki en að sjálfsögðu má nota X eða 2 í staðin.