Getraunaleikir » Líkindatöflur

Líkindatöflur

Líkindatöflur fylgja öllum kerfum.  Töflur þessar sýna hvaða möguleika kerfin gefa.  Alltaf er miðað við að rétt sé getið til um leikina sem eru með einu merki, föstu leikina, svo og þá sem eru með tveimur merkjum. Hér fylgja útskýringar á líkindatöflum getraunakerfanna S 4-4-144 og Ú 8-2-1412 svo auðveldara sé að átta sig á því um hvað er að ræða. Fyrst skoðum við líkindatöflu fyrir sparnaðarkerfið S 4-4-144.

Efst er tekið fram um hvaða kerfi er að ræða,hvað margir leikir eru þremur merkjum og hve margir leikir eru með tveimur merkjum og hvað kerfið er margar raðir. Fyrir ofan dálkana sem fylgja standa tölurnar 13, 12, 11 og 10 og LÍKUR, líkur á vinningi. Í dálkunum kemur fram hve margar raðir eru með 13 réttum, 12 réttum, 11 réttum og 10 réttum. Líkindatafla sem fylgir sparnaðarkerfinu

S 4-4-144 sýnir að líkur á 13 réttum eru 11.1% (3,7% + 7,4%) og þá fylgja annað hvort fjórar raðir með 12 réttum, sex raðir með 11 réttum og tólf raðir með 10 réttum, eða þrjár raðir með 12 réttum,fjórar raðir með 11 réttum og 15 raðir með 10 réttum. Ef ekki kemur fram röð með 13 réttum eru líkur á 12 réttum 88.9% (7,4% + 81,5%)


Líkindatöflur fyrir útgangsmerkjakerfi og sparnaðarkerfi eru svipaðar. Það sem skilur líkindatöflurnar að er aukadálkur fremst í töflum fyir útgangsmerkin. Þar stendur RÉTT Ú-MERKI sem segir til um möguleika við hvert réttra útgangsmerkja á kerfinu. Skoðum nú líkindatöflu fyrir sparnaðarkerfið Ú 8-2-1412.

Þegar litið er á líkindatöfluna fyrir Ú 8-2-1412 kerfið sést að ef 8 útgangsmerki eru rétt finnst alltaf ein röð með 13 rétta leiki, tvær raðir með 12 rétta leiki, ein röð með 11 rétta leiki og eitthundrað tuttugu og átta raðir með 10 rétta. Ef 7 útgangsmerki eru rétt er alltaf ein röð með 12 rétta leiki en mismunandi margar raðir með 11 réttum leikjum og 10 réttum. Þannig er lesið úr öllu kerfinu. Það sést á þessu kerfi að 12 réttir leikir nást alltaf ef rétt er getið til um föstu leikina,leikina með tveimur merkjum og 3 til 8 útgangsmerki eru rétt.

 

ATHUGIÐ:

Líkindatöflurnar er yfirleitt 100% nákvæmar, en þó virðast líkur vera 99,9% á nokkur líkindataflanna.
Ástæðan er fjöldi aukastafa, sem veldur mismun upp á 0,1%