Getraunaleikir » Spilareglur Lengjunnar og Lengjan beint

Spilareglur Lengjunnar og Lengjan beint

Lengjan  - Almennar Reglur

Lengjan er leikur þar sem hægt er að tippa á úrslit íþróttakappleikja.

Lengjan hóf göngu sína árið 1995 og hefur starfað óslitið síðan. Hagnaður af rekstri leiksins rennur til íþróttahreyfingarinnar á Íslandi.

Hægt er að tippa á Lengjuna á sölustöðum, á netinu, með snjalltæki eða í appinu. Tippari velur táknið 1 ef hann telur að fyrrnefnda liðið fari með sigur af hólmi, X fyrir jafntefli og 2 fyrir sigur síðarnefnda liðsins.Fyrrnefnda liðið telst vera heimalið, þó leikið sé á hlutlausum velli. Ef leikur fer fram á öðrum velli en tiltekið er gilda allar ágiskanir nema leikurinn sé færður á völl útiliðs.

Ef lið mætir til leiks með varalið eða unglingalið í stað aðalliðs áskilja Getraunir sér rétt til að ógilda alla ágiskanir.

Í Lengjunni lokar fyrir sölu leikja fimm mínútum áður en leikur hefst en í Lengjan beint er hægt að tippa á leikinn meðan á honum stendur. Ekki er  hægt að hætta við þegar búið er að tippa í Lengjan beint. Hámarksupphæð sem tippa má fyrir á dag er 100.000 krónur í öllum leikjum.

Leik í Lengjunni telst hafa lokið með þeim úrslitum sem fyrir lágu við lok venjulegs leiktíma nema annað sé tekið fram.

Stuðlar
Við hvern leik sem tippari velur að tippa á fær hann ákveðinn stuðul, en stuðull er talan sem gefur til kynna hversu háa upphæð tippari fær í vinning sé hann með alla leiki rétta. Því hærri sem stuðullinn er, því hærri verður vinningurinn. Hár stuðull gefur til kynna ólíkleg úrslit, lágur stuðull gefur til kynna líkleg úrslit.

Dæmi:

Leikur

 

 Stuðlar

 

 Valur – Fram

 

 1.50 – 3.90 – 4.42

 

 KR – Breiðablik

 

 2.45 – 2.94 – 2.50

 

 Liverpool – Man. Utd.

 

 1.95 – 3.30 – 3.00

 


Tippari velur heimasigur í öllum leikjum.

Stuðulinn verður 1.5 x 2.45 x 1.95 = 7.17. Leggi tippari 1.000 kr. undir vinnur hann 7.170 krónur reynist ágiskun hans rétt (7.17 x 1000 kr.). Verið ágiskun tippara röng, tapar hann 1.000 krónunum sem hann lagði undir.

Velji tippari útisigur í öllum leikjum fær hann eftirfarandi stuðul:
4.42 x 2.50 x 3.00 = 33.15 og leggi hann 1.000 kr. undir og ágiskunin er rétt fær hann 33.150 krónur í vinning.

Vinningar
Vinningar eru almennt greiddir út strax og leik lýkur. Leiki vafi á úrslitum leiks geta Getraunir frestað útborgun vinninga þar til getraunaumferðinni sem leikurinn tilheyrir er lokið.

Ógilding
Heimilt er að ógilda þátttöku sé það gert sama dag og kaup fara fram og það tímalega að ekki sé búið að loka fyrir sölu á leikjum sem ágiskun tekur til. Ekki er  hægt að ógilda þátttöku þegar búið er að tippa í Lengjan beint.

Kerfi
Alls eru 12 kerfi í boði eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Taflan sýnir fjölda kerfa, hversu margar samsetningar eru í hverju kerfi og hversu margar réttar raðir viðskiptavinur fær.
 

 

 7 réttir

 6 réttir

5 réttir

4 réttir

3 réttir

 2 réttir

2/6

-

15

10

6

3

1

     

2/5

-

 -

10

6

3

1

2/4

-

 -

 -

6

3

1

     

2/3

-

-

-

-

3

1

     

3/6

-

20

10

4

1

0

     

3/5

-

-

10

4

1

0

     

3/4

-

-

-

4

1

0

     

4/6

-

15

5

1

0

0

     

4/5

-

-

5

1

0

0

     

5/7

21

6

1

0

0

0

     

5/6

-

6

1

0

0

0

     

6/7

7

1

0

0

0

0

     


Tipparar geta t.d. tippað á 5 leiki á Lengjunni og dugar að hafa 3 leiki rétta til að fá vinning. Hægt er að raða þrem leikjum af fimm upp á 10 vegu. Upphæðin sem tippað er fyrir margfaldast því með 10. Ef viðskiptavinurinn er með alla 5 leikina rétta þá fær hann 10 vinninga, þ.e. allar raðirnar. Fyrir 4 leiki rétta fær hann 4 vinninga og 1 vinning ef hann er með 3 leiki rétta.

Dæmi: Kerfi 3/5. Tippað fyrir 100 kr. Verð miða 1.000 kr.

 

 

Stuðull

Val

Úrslit

Leikur 1

Breiðablik – HK

2.0

1

1

Leikur 2

Valur – KR

3.0

1

1

Leikur 3

ÍR – Fram  

1.5

1

1

Leikur 4

Haukar – FH 

2.0

1

1

Leikur 5

KA – Þór

3.0

2

1


Mögulegar samsetningar:

Leikir 1,2,3

Leikir 1,2,4

Leikir 1,2,5

Leikir 1,3,4

Leikir 1,3,5

Leikir 1,4,5

Leikir 2,3,4

Leikir 2,3,5

Leikir 3,4,5

Leikir 2,4,5

 

 

 

Samkvæmt ofangreindu dæmi fær tippari 4 leiki rétta af 5 sem hann valdi þ.e. leiki 1,2,3 og 4. Í leik 5 valdi tipparinn 2 fyrir útisigur en leikurinn endaði 1 eða heimasigur.

Allar samsetningar sem innihalda leik 5, þ.e. KA – Þór eru rangar og fá ekki vinning.
Tipparinn fær því fjórar samsetningar greiddar eins og fram kemur í töflunni hér að ofan.

Samsetningarnar eru:
          Leikir 1,2,3 með heildarstuðul 9 x kr. 100 = kr. 900
          Leikir 1,2,4 með heildarstuðul 12 x kr. 100 = kr. 1.200
          Leikir 1,3,4 með heildarstuðul 6 x kr. 100 = kr. 600
          Leikir 2,3,4 með heildarstuðul 9 x kr. 100 = kr. 1.800
          Samtals vinningar = kr. 3.600

Vinningsupphæð fer svo eftir stuðlunum í hverri réttri samsetningu.

 

Spilareglur fyrir Lengjan beint

  1. „Lengjan beint“ leikurinn felur það í sér að hægt er að geta sér til um úrslit íþróttakappleikja á meðan viðkomandi íþróttakappleikur fer fram. Við upphaf leiksins gilda tilteknir stuðlar um þau úrslit sem orðið geta í leiknum, þ.e. sigur annars hvors liðs eða jafntefli. Í “Lengjan beint” eru stuðlar hinsvegar síbreytilegir eftir framgangi kappleiksins hverju sinni og ráðast af atvikum sem verða í honum, s.s. skoruðum mörkum, gengi liðs, ákvörðun dómara o.s.frv. Sá stuðull, sem skráður er í aðaltölvu Getspár/Getrauna á því tímamarki sem ágiskun fer fram, gildir um leik/ágiskun þátttakanda.
  2. Íslenskar getraunir hafa heimild til þess að stöðva getraunaleikinn tímabundið á hvaða tímamarki sem er meðan á kappleik stendur, t.d. ef svo virðist sem atvik geti orðið er áhrif getur haft að mati félagsins á útreikning stuðuls viðkomandi íþróttakappleiks, s.s. skorað mark, rautt spjald gefið, vítaspyrna tekin o.s.frv.
  3.  Í “Lengjan beint” gilda að öðru leyti sömu reglur og gilda um Lengjuna með þeirri undantekningu sem leiðir af eðli leiksins að heimilt er að geta sér til um úrslit viðkomandi íþróttakappleiks meðan á honum stendur.
  4. Eftir að tippað hefur verið á viðburð í “Lengjan beint” getur viðskiptavinur ekki ógilt viðkomandi leik/ágiskun.
  5.  Allt að 30 sekúndur geta liðið frá því að tippað er á viðburð sem boðið er uppá í “Lengjan beint”, þar til aðgerðin er staðfest af Getspá/Getraunum.  Ef stuðlar breytast eða ef lokað hefur verið fyrir viðburðinn á þessum 30 sekúndum mun aðgerðin ekki fást samþykkt.
  6. Ef úrslit eru kunn þegar tippað er á viðburð, fella Íslenskar getraunir leikinn úr gildi og endurgreiða upphæðina sem tippað var fyrir.
  7. Getraunum er heimilt að loka viðburði í "Lengjan beint" komi í ljós augljós mistök eða innsláttarvillur í uppsetningu á viðburðinum. Tipparar fá þá ágiskun sína endurgreidda.
  8. Sé kappleik frestað eða kappleik hætt (t.d. ekki er leikið í 90 mínútur í knattspyrnuleik) ógildast allar ágiskanir og tipparar fá endurgreidda upphæðina sem þeir hafa tippað fyrir með stuðlinum 1.0. Þetta á ekki við um ágiskanir sem þegar hafa átt sér stað í leiknum svo sem fyrsti markaskorari, fyrsta mark í leiknum o.s.frv.. 

Útskýringar á mörkuðum  – Lengjan og Lengjan beint               

Hér að neðan eru nánari útskýringar á nokkrum af þeim mörkuðum sem hægt er að tippa á í Lengjunni,  í Lengjan beint og í Sigrinum (Outright).

1X2 - Úrslit
Hér er tippað á lokastöðu, hvort leikur endar með sigri fyrrnefnda liðsins, jafntefli eða sigri síðarnefnda liðsins og getur niðurstaðan verið í formi marka, stiga osfrv.

Úrslit fyrri hálfleiks
Hér er tippað á lokastöðu í fyrri hálfleik.

Úrslit síðari hálfleiks
Hér er tippað á lokastöðu síðari hálfleiks (án framlengingar)

Forgjöf
Hvort leikur endar með heimasigri, jafntefli eða útisigri en annað liðið fær forgjöf áður en leikur hefst.

Yfir/undir
Hér er tippað á hvort fjöldi marka/stiga í leiknum verði yfir eða undir fyrirfram ákveðinni markatölu.

Hálfleikur/lokaúrslit
Hér er tippað á stöðuna í hálfleik og lokastöðu. Sem dæmi að þá þýðir X/2 að staðan hafi verið jöfn í hálfleik en útiliðið unnið leikinn.

Fyrsti markaskorari
Hér er tippað á hvaða leikmaður gerir fyrsta markið.
Ef leikmaður sem tippað er á er ekki valinn í hópinn og spilar ekki leikinn, fær tipparinn endurgreitt með stuðlinum1.0.
Ef leikmaður sem tippað er á er á varamannabekk og kemur ekki inná fær tipparinn endurgreitt með stuðlinum 1.0
Ef leikmaður sem tippað er á er á varamannabekk og kemur inná eftir að fyrsta markið er skorað fær tipparinn endurgreitt með stuðlinum 1.0.
Ef leikmaður sem tippað er á er á varamannabekk og kemur inná áður en fyrsta mark er skorað telst ágiskunin gild og fæst ekki endurgreitt fari svo að leikmaðurinn skori ekki mark.
Sjálfsmörk telja ekki sem fyrsta mark.

Skorar leikmaðurinn mark
Hér er tippað á hvort tiltekinn leikmaður geri mark í leiknum.
Ef leikmaður sem tippað er á er ekki valinn í hópinn og spilar ekki leikinn, fær tipparinn endurgreitt með stuðlinum 1.0.
Ef leikmaður sem tippað er á er á varamannabekk og kemur ekki inná, fær tipparinn endurgreitt með stuðlinum 1.0.
 Ef leikmanni sem tippað er á að skori mark er skipt útaf og skorar ekki mark, fær tippari ágiskun sína ekki endurgreidda.
Ef leikmaður sem tippað er á er á varamannabekk og kemur inná telst ágiskunin gild og fæst ekki endurgreidd fari svo að leikmaðurinn skori ekki mark.
Sjálfsmörk telja ekki í markaskorun.

Síðasta markið
Hér er tippað á hvaða leikmaður gerir síðasta markið.
Ef leikmaður sem tippað er á er ekki valinn í hópinn og spilar ekki leikinn, fær tipparinn endurgreitt með stuðlinum 1.0.
Ef leikmaður sem tippað er á er á varamannabekk og kemur ekki inná, fær tipparinn endurgreitt með stuðlinum 1.0.
Ef leikmaður sem tippað er á er á varamannabekk og kemur inná telst ágiskunin gild og fæst ekki endurgreidd fari svo að leikmaðurinn skori ekki mark.
Sjálfsmörk telja ekki í markaskorun.

Fjöldi marka
Hér er tippað á hversu mörg mörk verða skoruð í leiknum. 1 þýðir að eitt mark verði skorað, 6+ þýðir að sex eða fleiri mörk verði skoruð.

Hvort liðið skorar
Hér er hægt að tippa á hvort liðið skorar mark, hvort bæði liðin skori mark eða ekkert mark verði skorað.

Bæði lið skora
Hér er tippað á hvort bæði lið skora eða ekki.

Oddatala/Jöfn tala
Hér er tippað á hvort leik ljúki með samtölu sem er oddatala eða jöfn tala. Úrslitin 1-1 er tvö mörk sem er jöfn tala en úrslitin 3-2 eru 5 mörk sem er oddatala. 0-0 er jöfn tala.

Rétt lokastaða
Hér er tippað á lokastöðu leiksins, hvort honum ljúki 1:0, 3:0 eða 1:2 svo dæmi séu tekin

Rétt lokastaða (með öðrum)
Hér er tippað á lokastöðu leiksins eins og í Rétt lokastaða, nema að tipparar geta jafnframt valið Önnur úrslit sem eru þá öll úrslit sem ekki eru tiltekin sérstaklega.

Úrslit leiksins frá stöðunni (x-x)
Hér er tippað á hvernig leikurinn endar miðað við stöðuna í leiknum á þeirri stundu sem tippað er í Lengjan beint. Dæmi: Staðan er 2-1 þegar tippað er. Leiknum lýkur 2-2. Útilið hefur því unnið 0-1 frá stöðunni 2-1 og vinningur er greiddur þeim tippurum sem tippuðu á útiliðið. Ef tippað er á jafntefli þá er vinningur greiddur ef ekkert mark er skorað eða hvort bæði lið geri eitt mark til viðbótar, tvö osfrv. þannig að leikurinn endi 3-2 eða 4-3 osfrv.

Úrslit leiks og fjöldi marka 1.5 (2.5, 3.5 osfrv.) 
Hér er hægt að tippa á úrslit leiksins og hversu mörg mörk verða skoruð í leiknum. Dæmi er að hægt er að tippa á að heimaliðið vinni og að skoruð verði fleiri en 1.5 mark í leiknum.

Rétt úrslit í fyrri hálfleik og rétt lokastaða
Hér er hægt að tippa á hvernig úrslitin verða í lok fyrri hálfleiks og hvernig úrslitin verða við lok leiks. Tippari þarf að hafa markatöluna rétta á báðum stöðum. Sem dæmi er hægt að tippa á að fyrri hálfleik ljúki með 0-1 og að lokastaðan verði 2-1.

Tveir möguleikar
Hér er hægt að tippa á lokaúrslit í leik og fær tippari tvo möguleika. Endar leikurinn 1X, 12 eða X2 þar sem 1 stendur fyrir heimasigur, X fyrir jafntefli og 2 fyrir útisigur. Sé tippað á 1X og leikurinn endar með heimasigri eða jafntefli, vinnur tipparinn. Endi leikurinn með útisigri, tapar tipparinn.

Einvígið
Hér er hægt að tippa á hvaða tilteknir þátttakendur standa sig best í keppni. Þátttakendur geta verið hvort heldur lið eða einstaklingar.

Sigurinn
Þegar tippað er á Sigurinn, er tippað á hver þátttakenda sendur uppi sem sigurvegari í móti eða í hvaða sæti hann lendir í viðkomandi móti. Gilda sérstakar reglur þegar keppendur verða jafnir í viðkomandi móti eða jafnir í viðkomandi sæti sem tippað er á. Reglurnar eru útlistaðar hér að neðan.

Sigurinn - Maður á mann
Hér er hægt að tippa á hver af tveim eða þrem þátttakendum nær bestum árangri í keppninni. Þátttakendur geta verið hvort heldur lið eða einstaklingar. A.m.k einn keppandi verður að ljúka keppni. Ef einn eða fleiri keppendur hefja ekki keppni áskilja Getrunir sér rétt til að endurgreiða ágiskunina með stuðlinum 1.0. Ef báðir keppendur fá sömu úrslit og ekki er boðið upp á jafntefli er ágiskun endurgreidd.

Sigurinn - Staðsetning
Hér er hægt að tippa á hvaða þátttakendur í tilteknu móti verða í efstu sætunum, t.d. hvaða lið  vinnur ensku úrvalsdeildina eða hvaða lið  endar meðal þriggja efstu liðanna. Sama á við í golfmótum og Formúlu 1. Þátttakendur geta verið hvort heldur lið eða einstaklingar.
Sigurvegari telst sá eða það lið sem hampar verðlaunum í lok móts. Sem dæmi er sigurvegarinn í NHL það lið sem hampar Stanley bikarnum.
Í sumum tilfellum geta þátttakendur endað jafnir og þá er beitt reglunni um „Dead heat“.
Dæmi: Tippari tippar 500 krónum á stuðulinn 5.0 á að Tiger Woods verði meðal 5 efstu í golfmóti. Niðurstaðan er að Tiger er jafn í fjórða sæti með fjórum öðrum leikmönnum. Það eru því 5 leikmenn sem deila fjórða og fimmta sæti. Útreikningur vinninga er eftirfarandi: (500*2/5) * 5-1) – 500 kr x (5-2)/5 = 500 krónur í vinning.

 

Sérreglur fyrir einstakar íþróttagreinar

Körfuknattleikur
Úrslit leikja miðast við venjulegan leiktíma. Framlenging gildir ekki.
Ef leik lýkur ekki með jafntefli, en framlenging er spiluð til að ákvarða hvort liðið kemst á næsta stig keppninnar, þá gilda úrslit úr venjulegum leiktíma.
Ef leikmaður sem tippað er á tekur ekki þátt í leiknum fær tipparinn endurgreidda ágiskun sína.
 

Ísknattleikur
Ef úrslit leiks ákvarðast í vítakeppni (shootouts) er einu marki bætt við markatölu sigurliðsins til að fá fram úrslit. Þetta á við um alla markaði.
 

Golf
2 spilarar
Spá fyrir um hvor af tveim keppendum notar færri högg. Ef leikmaður leikur upphafshögg telst hann taka þátt. Ef leikmenn hætta báðir keppni á sömu holu er ágiskun talin ógild og endurgreidd með stuðlinum 1.0. Ef leikmenn ljúka leik á sama skori telst ágiskun ógild og er endurgreidd með stuðlinum 1.0.
3 spilarar
Spá fyrir um hver þriggja tilgreindra leikmanna leikur á fæstum höggum. Reglur um „dead heat“ gilda. (sjá Sigurinn – staðsetning hér að ofan).
Sigurvegari
Sá er talinn sigurvegari sem hampar verðlaunum í lok móts. Umspil gildir. Ef mót er stytt  (t.d. vont veður) telst sá sigurvegari sem hampar verðlaunum. Ef mót er stytt ógildast allar ágiskanir sem eiga sér stað eftir síðustu gildu umferðina. 

Ef leikmenn eru jafnir gilda reglur um „dead heat“ nema að umspil fari fram.
 

Amerískur fótbolti
Leikur telst fara í framlengingu ef honum lýkur með jafntefli, hvort heldur sem framlenging er leikin eða ekki.
 

MMA
Allar reglur um Lengjuna gilda.
Öll úrslit gilda við lok bardaga. Kærur gilda ekki við ákvörðun á úrslitum.
Ef annarhvor aðilinn mætir ekki í hringinn eftir að bjallan hljómar telst mótherji hans hafa unnið viðureignina í lotunni á undan.
Ef keppandi mætir ekki til leiks eða annar keppandi mætir til leiks er ágiskun endurgreidd með stuðlinum 1.0.
Ef bardagi er talinn „no contest“ er ágiskun endurgreidd með stuðlinum 1.0.

Ef fjölda lotna er breytt fyrir bardagann ógildast markaðirnir Yfir/undir, Vinningsaðferð og í hvaða lotu sigurvegarinn er.

Ef yfir/undir markaður er í boði með hálfri lotu (1.5, 2,5) þá teljast fyrstu 2 mín. og 30 sek. til undir og síðari 2 mín. og 30 sek. til yfir. Þannig er 2.5 lotur 2 mín og 30 sek í 3 lotu. Ef bardaga lýkur nákvæmlega á 2 mín. og 30 sek. í 3 lotu teljast úrslitin vera yfir 2.5 lotur.

Siguraðferðin
Rothögg telst vera þegar:
Dómari stöðvar bardaga þegar annar eða báðir keppendur eru uppistandandi.
Dómari stöðvar bardaga þegar annar eða báðir keppendur eru í gólfinu.
Læknir stöðvar bardaga.
Lið keppanda stöðvar bardaga.
Keppandi hættir vegna meiðsla.
Sigur vinnst vegna útilokunnar.

Submission – uppgjöf
Dómari stöðvar bardaga þegar keppandi klappar með fingrum (tap-out).
Dómari stöðvar bardaga vegna tæknilegrar uppgjafar.
Keppandi gefst upp munnlega.

Fer bardaginn alla leið (go the distance).
Hér er tippað á hvort keppendur standi allar loturnar eða ekki. Ef bardaga lýkur með tæknilegum úrskurði telst hann ekki hafa farið alla leið.

Jafntefli
Endi viðureignin með jafntefli er ágiskun endurgreidd með stuðlinum 1.0.
 

Tennis
Allar reglur um Lengjuna gilda.
Allar ágiskanir gilda þó
-tímasetning leikja breytist, sjá þó reglur Lengjunnar.
-skipt sé um leikvöll eða leikvang.
-leikur sé færður frá útivelli á innivöll eða öfugt.

-leikur sé færður og undirlagið breytist

Dragi keppandi sig úr keppni eða getur ekki hafið leik vegna meiðsla er ágiskun endurgreidd með stuðlinum 1.0

Ef leik er lokið áður en ákveðin stig/sett/leik er lokið verða allar ágiskanir á viðkomandi markaði endurgreiddar með stuðlinum 1.0.

Ef markaður er opinn með rangri stöðu sem hefur áhrif á viðkomandi stuðla áskilja Getraunir sér rétt til endurgreiða ágiskun með stuðinum 1.0

Ef leikmenn eða lið eru sýnd á rangan hátt á vefnum, áskilja Getraunir sér rétt til að endurgreiða ágiskun með stuðlinum 1.0

Ef úrslit í setti fást með „tie-break“ teljast þau sem ein lota (game)..
 

Hestaveðreiðar
Allar reglur um Lengjuna gilda

Fari keppni ekki fram eða er frestað gilda allar reglur Lengjunnar varðandi frestanir.

Dragi keppandi sig úr keppni eða getur ekki hafið keppni vegna meiðsla er ágiskun á þann hest endurgreidd með stuðlinum 1.0. Komi til þess að hestur er dreginn úr keppni getur komið til frádráttur á vinningi skv. Tattersall reglunni*.

Keppandi telst hafa hafið keppni þegar hann kemur að rásmörkum.

Sá hestur sem nær bestum tíma í mótinu telst sigurvegari mótsins.

Ef tveir hestar eru jafnir er annar helmingur getraunarinnar réttur og hinn rangur.

Dæmi:
Tippari sem tippar fyrir 1.000 krónur á stuðulinn 3.50 fær því ekki 3.500 krónur til baka heldur 1.000/2 * 3.5 = 1.750 krónur. Ef þrír hestar eru jafnir er 33% getraunarinnar rétt, en 66% röng osfrv.

Komi hestar jafnir í mark þegar tippað er á hestur gegn hesti, fellur getraunin niður og er ágiskun endurgreidd með stuðlinum 1.0. Sama á við ef annar hesturinn getur ekki hafið keppni vegna meiðsla eða annara ástæðna.

Hestur sem hefur keppni en er dæmdur úr leik af einhverjum orsökum og/eða lýkur keppni án þess að fá tíma telst hafa tapað viðureigninni.

Ljúki hvorugur hesta keppni sem tippað er á, fellur getraunin niður og er ágiskun endurgreidd með stuðlinum 1.0.

Tattersall reglan:

Ef hestur er dreginn úr keppni lækka stuðlar á þá keppendur sem eftir eru skv. neðangreindri reglu.

Ef stuðull á sigurvegara er
1.30 eða lægri lækkar vinningsupphæð um 75%
1.31-1.40 70%
1.41-1.53 65%
1.54-1.62 60%
1.63-1.80 55%
1.81-1.95 50%
1.96-2.20 45%
2.21-2.50 40%
2.51-2.75 35%
2.76-3.25 30%
3.26-4.00 25%
4.01-5.00 20%
5.01-6.50 15%
6.51-10.00 10%
10.01-15.00 5%
15.01 og hærri, engin frádráttur

Stuðlar þegar tippað er á staðsetningu (t.d. verður hestur meðal þriggja efstu)  lækka ef hestur er dregin úr keppni sem er með stuðulinn
1.06 eða lægri 55%
1.07 – 1.15 45%
1.15-1.25 40%
1.26-1.52 30%
1.53-1.85 25%
1.86-2.40 20%
2.41-3.15 15%
3.16-4.00 10%
4.01-5.00 5%

Ef tveir eða fleiri þátttakendur draga sig úr keppni skal heildarfrádráttur ekki fara yfir 75%. Frádrátturinn grundvallast þá á samanlögðum stuðlum keppanda sem drógu sig úr keppni.

Dæmi:
Jón tippar 1.000 krónum á að Sörli vinni 250 metra skeið. Stuðullinn er 10 og mögulega fær Jón því 9.000 krónur til baka + 1.000 krónurnar sem hann lagði undir, samtals 10.000 krónur.
Skjóni er dregin úr keppni en stuðullinn á hann var 3.00. Þar með aukast vinningslíkur Sörla og Jóns umtalsvert. Því eru dregin 30% af mögulegum vinningi Jóns (sjá töfluna) og á Jón möguleika á að vinna 9.000 -30% = 6.300 krónur + 1.000 = 7.300 krónur.

Síðast breytt 16. september 2022