Getraunaleikir » Spilareglur Lengjan beint

Spilareglur Lengjan beint

Spilareglur fyrir Lengjan beint

 1. "Lengjan beint“ leikurinn felur það í sér að hægt er að geta sér til um úrslit íþróttakappleikja á meðan viðkomandi íþróttakappleikur fer fram. Við upphaf leiksins gilda tilteknir stuðlar um þau úrslit sem orðið geta í leiknum, þ.e. sigur annars hvors liðs eða jafntefli. Í ,"Lengjan beint” eru stuðlar hinsvegar síbreytilegir eftir framgangi kappleiksins hverju sinni og ráðast af atvikum sem verða í honum, s.s. skoruðum mörkum, gengi liðs, ákvörðun dómara o.s.frv. Sá stuðull, sem skráður er í aðaltölvu Getspár/Getrauna á því tímamarki sem ágiskun fer fram, gildir um leik/ágiskun þátttakanda.
 2. Íslenskar getraunir hafa heimild til þess að stöðva getraunaleikinn tímabundið á hvaða tímamarki sem er meðan á kappleik stendur, t.d. ef svo virðist sem atvik geti orðið er áhrif getur haft að mati félagsins á útreikning stuðuls viðkomandi íþróttakappleiks, s.s. skorað mark, rautt spjald gefið, vítaspyrna tekin o.s.frv.
 3.  Í "Lengjan beint” gilda að öðru leyti sömu reglur og gilda um Lengjuna með þeirri undantekningu sem leiðir af eðli leiksins að heimilt er að geta sér til um úrslit viðkomandi íþróttakappleiks meðan á honum stendur.
 4. Eftir að tippað hefur verið á viðburð í "Lengjan beint” getur viðskiptavinur ekki ógilt viðkomandi leik/ágiskun.
 5.  Allt að 30 sekúndur geta liðið frá því að tippað er á viðburð sem boðið er uppá í "Lengjan beint”, þar til aðgerðin er staðfest af Getspá/Getraunum.  Ef stuðlar breytast eða ef lokað hefur verið fyrir viðburðinn á þessum 30 sekúndum mun aðgerðin ekki fást samþykkt.
 6. Ef úrslit eru kunn þegar tippað er á viðburð, fella Íslenskar getraunir leikinn úr gildi og endurgreiða upphæðina sem tippað var fyrir.
 7. Getraunum er heimilt að loka viðburði í "Lengjan beint" komi í ljós augljós mistök eða innsláttarvillur í uppsetningu á viðburðinum. Tipparar fá þá upphæð sem þeir hafa sett á viðburðinn endurgreidda.
 8. Sé kappleik frestað eða kappleik hætt (t.d. ekki er leikið í 90 mínútur í knattspyrnuleik) ógildast allir viðburðir og tipparar fá endurgreidda upphæðina sem þeir hafa tippað fyrir með stuðlinum 1.0. Þetta á ekki við um viðburði sem þegar hafa átt sér stað í leiknum svo sem fyrsti markaskorari, fyrsta mark í leiknum o.s.frv.. 

Knattspyrna

 1. Ákvörðun um hver markaskorari er hverju sinni byggist á upplýsingum frá skipuleggendum viðkomandi móts. Breytingar sem síðar kunna að verða gilda ekki.
 2. Þegar tippað er á fyrsta markaskorara fá tipparar endurgreitt ef leikmaður tekur ekki þátt í leiknum eða kemur inná eftir að fyrsta mark er skorað.
 3. Þegar tippað er á næsta markaskorara eða síðasta markaskorara fá tipparar endurgreitt, taki við komandi leikmaður ekki þátt í leiknum.
 4. Þegar tippað er á hvort leikmaður skori mark í leiknum fá tipparar endurgreitt taki viðkomandi leikmaður ekki þátt í leiknum.
 5. Sjálfsmörk telja hvorki sem fyrsta mark né sem skorað mark. Niðurstaðan verður „enginn markaskorari“.
 6. Ákvörðun um á hvaða tíma mark er skorað í kappleik byggist á upplýsingum frá skipuleggendum viðkomandi móts. Breytingar sem síðar kunna að verða gilda ekki.
   

Golf
Heimasigur (táknið : 1) gildir ef fyrrnefndi keppandinn leikur viðkomandi 18 holur á færri höggum en síðarnefndi keppandinn.
Jafntefli (táknið : X) gildir ef keppendurnir leika 18 holurnar á nákvæmlega sama höggafjölda.
Útisigur (táknið : 2) gildir ef síðarnefndi keppandinn leikur viðkomandi 18 holur á færri höggum en fyrrnefndi keppandinn.

Svig
Sá keppandi vinnur sem fær betri samanlagðan tíma (skíðar brautina á styttri tíma samanlagt).
Jafntefli gildir ef keppendur hafa sama tíma eða ef báðir keppendur falla úr keppni (ef leikmaður kemst ekki í hóp bestu manna eftir fyrri umferð telst hann hafa fallið úr keppni).
Ef annar eða báðir keppendur mæta ekki til leiks í upphafi keppni, þá fer leikurinn á endurgreiðslu.

Spurningakeppni
Það lið sem hlýtur fleiri stig sigrar.
Verði liðin jöfn og gripið til framlengingar (aukaspurninga) telst leiknum hafa lokið með jafntefli og tákninu X.

Formúla
Keppnin fer fram milli ökumanna séu þeir tilgreindir eða milli liða séu þau tilgreind. Sá ökumaður sem kemur fyrr í mark, ekur á skemmri tíma, telst sigurvegari.
Falli báðir ökumenn úr leik, gildir getraunatáknið X.
Einnig er hægt að hafa þrjá ökumenn, einn fyrir hvert tákn. Sá telst vera sigurvegari sem fær bestann tímann, ekur á skemmstum tíma. Ef um tímatöku er að ræða þá gildir besti tíminn til sigurs.

Amerískur fótbolti
Úrslit leikja miðast við venjulegan leiktíma. Framlenging gildir ekki nema það sé sérstaklega tiltekið.
Ef leikmaður sem tippað er á tekur ekki þátt í leiknum fær tipparinn endurgreidda upphæðina sem hann tippaði fyrir.

Frjálsar íþróttir
Opinber úrslit gilda í frjálsum íþróttum. Í maður gegn manni einvígi vinnur sá sem endar ofar. Endi keppendur jafnir endurgreiðist upphæðin sem tippað var fyrir. Þáttakendur sem dæmdir eru úr leik t.d. fyrir þjófstart teljast hafa tekið þátt í keppninni.

Badminton
Ef skipt er um leikmann í tvíliðaleik, ógildast allir viðburðir og tipparar fá endurgreidda upphæðina sem þeir tippuðu fyrir.

Körfuknattleikur:
Úrslit leikja miðast við venjulegan leiktíma. Framlenging gildir ekki.
Ef leikmaður sem tippað er á tekur ekki þátt í leiknum fær tipparinn endurgreidda upphæðina sem hann tippaði fyrir.

Box og bardagaíþróttir:
Ef bardaga lýkur milli lota t.d. milli lotu 5 og 6, telst sigurinn með í lotu 5.