Getraunaleikir » Getraunadeildin
Íslandsmeistari 2022 - Sjá stöðu
Þau lið sem tryggja sér eitt af þremur efstu sætunum í hverri deild í fyrstu fjórum umferðunum á árinu 2022, vinna sér rétt til þátttöku í Íslandsmótinu 2022 sem fram fer
í umferð 5 í viku 42-51.
Sigurvegarinn í hverri deild í Íslandsmótinu fær kr. 100.000 í verðlaun.
Getraunadeildin (áður Hópleikur) - Sjá eldri úrslit
Vertu með í Getraunadeildinni og kepptu við aðra tippara um glæsileg verðlaun.
Getraunadeildin er 10 vikna keppni í 1x2 Íslenskra Getrauna. Þú skráir þig til leiks, tippar á Enska og/eða Evrópuboltann og færð stig fyrir árangurinn í hverri viku. Átta bestu vikurnar þínar gilda til úrslita en tvær lélegustu núllast út.
Keppnin fer fram í þremur deildum og veitt eru vegleg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í hverri deild.
Þátttaka í leiknum er afar einföld og kostar ekkert aukalega. Skráðu þig og sýndu snilli þína!
Vinningar
Glæsileg peningaverðlaun fyrir efstu þrjú sætin í hverri deild.
Í 1. deild eru verðlaunin:
70.000 kr. fyrir 1.sætið, 60.000 fyrir 2.sæti og 50.000 kr. fyrir 3.sæti
Í 2. deild eru verðlaunin:
60.000 kr. fyrir 1.sætið, 50.000 kr. fyrir 2.sæti og 40.000 kr. fyrir 3.sæti
Í 3. deild eru verðlaunin:
50.000 kr. fyrir 1.sætið, 40.000 kr. fyrir 2.sæti og 30.000 kr. fyrir 3.sæti.
Auk þessa fá þau lið sem lenda í þrem efstu sætunum í hverri deild í fyrstu fjórum deildakeppnunum á árinu, alls 12 lið að hámarki í hverri deild, tækifæri til að keppa um Íslandsmeistaratitilinn. Þar eru fyrstu verðlaun 100.000 krónur.
Leikreglur
Hver umferð Getraunadeildarinnar stendur í 10 vikur í senn og eru því fimm umferðir á hverju ári og frí í tvær vikur.
Verði lið jöfn í einhverju af þrem efstu sætunum fer fram bráðabani næstu helgi eða helgar þar til úrslit fást.
Skráning
Í valmynd skráningar ákveður þú hvaða félag þú vilt styrkja. 10% af upphæðinni sem þú tippar fyrir rennur beint til félagsins sem þú velur að styrkja.
Þú velur númer og nafn á liðið þitt og skráir svo inn umbeðnar upplýsingar og smellir á „Vista”.
Þegar þú tippar í getraunum eftir þetta á netinu, skráist vinningafjöldinn sem þú færð, sjálfkrafa í Getraunadeildina undir nafninu sem þú valdir.
Þegar þú tippar í sölukassa verður þú að merkja við númer íþróttafélagsins sem þú ætlar að styrkja og einnig númer þíns liðs ætlir þú að taka þátt í Getraunadeildinni. Það er gert með því að strika yfir tölurnar á getraunaseðlinum.
Hægt er að fylgjast með árangri liðsins hér á síðunni með því að smella á 1.deild, 2.deild og 3.deild
Deildaskipting
Getraunadeildinni er skipt innbyrðis í þrjár deildir og er það gert til þess að þeir sem kaupa fáar raðir geti keppt á jafnréttisgrundvelli við tippara í svipaðri stöðu. Þeir sem kaupa margar raðir gera þá slíkt hið sama.
Reglan um skiptingu raða í deildir er eftirfarandi:
Fyrstu 162 raðirnar fara í 3 deild, 2 deild og 1 deild
Raðir umfram 162 upp að 676 röðum fara aðeins í 2. deild og 1 deild
Raðir umfram 676 raðir upp að 1.653 röðum fara aðeins í 1 deild.
Raðir umfram 1.653 raðir taka ekki þátt í Hópleik.
Þetta skýrir hvers vegna sama liðið getur verið ofarlega í öllum deildum og hvers vegna sama liðið getur fengið 9 rétta í 3 deild en 10 rétta í 2 deild. Þá hefur röðin sem var með 10 rétta verið t.d. í sæti 200, þ.e. umfram 162 fyrstu raðirnar sem fara í 3 deild.
Tölurnar 11/10 þýða að þátttakandi hefur fengið 11 rétta í enska boltanum, en 10 rétta í Evrópuboltanum á sunnudegi. Hærri talan gildir þegar staðan er reiknuð í Getraunadeildinni hverju sinni. Gangi illa í Enska boltanum gefst tippurum tækifæri til að ná sér á strik í Evrópuboltanum á sunnudegi. Úrslit í Miðvikudagsseðlinum gilda ekki í Getraunadeildinni.
Innsendar raðir
Það skiptir máli hvernig raðirnar eru sendar inn til Íslenskra getrauna
Reglan varðandi röðun raða inn í kerfið er eftirfarandi:
1 Merktar forgangsraðir í félagakerfinu
2 Raðir úr félagakerfinu
3 Raðir frá vefnum og úr snjalltækjum
4 Raðir úr sölukössum.