Getraunaleikir » Evrópuboltinn

Evrópuboltinn

Getraunaleikurinn 1X2 er þannig að á hverju spjaldi er gert ráð fyrir 13 tölusettum kappleikjum sem geta skal um úrslit á. Á spjaldinu eru einnig fjórir dálkar merktir bókstöfunum A, B, C og D, hver um sig þrískiptur þannig að fyrir hvern kappleik eru gefnir þrír möguleikar á úrslitum sem hér segir:

(1) sigur þess liðs sem fyrr er nefnt (heimasigur)
(X) jafntefli
(2) sigur þess liðs sem síðar er nefnt (útisigur)

Í hverjum leik telst fyrrnefnda liðið heimalið, hvar svo sem leikurinn er háður.

Evrópuboltinn er tvisvar í viku, yfirleitt á sunnudögum og miðvikudögum