Getraunaleikir » Útreikningur vinninga

Útreikningur vinninga

Útreikningur vinninga í getraunum á Íslandi

Íslenskar getraunir eru í samstarfi með Svenska Spel sem reka Getraunir í Svíþjóð og Phumelela sem reka getraunir í Suður Afríku. Þess vegna stýrist bæði verð getraunaraðar og upphæð vinninga að hluta til af gengi sænsku krónunnar. Samstarfið gefur Íslenskum getraunum möguleika á að bjóða upp á jafn háa vinningspotta og raun ber vitni. 65% af sölu fer í vinninga.

Áður en vinningsflokkur er greiddur út er vinningsupphæðin fyrir hverja röð í hverjum vinningsflokki fyrir sig, lækkuð í næstu jöfnu krónu í Svíþjóð.
Á Íslandi er vinningsupphæð fyrir hverja röð lækkuð um 1% og síðan niður í næsta jafna tug.

Mismunandi útreikningur er á vinningsupphæðum á milli Enska seðilsins og Evrópuseðlanna.
Vinningsupphæðin í Enska seðlinum skiptist þannig milli flokka
40% af vinningsupphæðinni fer í 1. vinning (13 rétta)
15% af vinningsupphæðinni fer í 2. vinning (12 rétta)
12% af vinningsupphæðinni fer í 3. vinning (11 rétta)
25% af vinningsupphæðinni fer í 4. vinning (10 rétta)
8% af vinningsupphæðinni fer í tryggingasjóð sem tryggir að vinningur verði aldrei lægri en 10 milljónir sænskra króna ef einn stakur tippari er með 13 rétta á einni röð. Enn fremur er sjóðurinn notaður til að hækka vinningsupphæð í fyrsta flokki í sérstökum tilvikum. 

Vinningsupphæðin í Evrópuseðlunum skiptist þannig milli flokka
39% af vinningsupphæðinni fer í 1. vinning (13 rétta)
22% af vinningsupphæðinni fer í 2. vinning (12 rétta)
12% af vinningsupphæðinni fer í 3. vinning (11 rétta.
25% af vinningsupphæðinni fer í 4. vinning (10 rétta)
2% af vinningsupphæðinni fer í tryggingasjóð sem notaður er til að hækka vinningsupphæð í fyrsta flokki í sérstökum tilvikum.

Dæmi um útreikning í 1. vinningsflokki (13 réttir) í Enska seðlinum
Forsendur fyrir útreikningi eru:
20.000.000 raðir eru seldar í Svíþjóð og Suður Afríku á 1 sænska krónu.
400.000 raðir eru seldar á Íslandi.
Verð raðar er 13 krónur.  Alls koma fram 7 raðir með 1. vinning.

20.000.000 X 0.65 (sem er vinningshlutfallið)  =13.000.000 Skr sem myndar vinningspottana.
13.0000.000 raðir X 13 krónur = 169.000.000 Íkr.
400.000 raðir X 0.65 = 260.000 Skr sem myndar vinningspottana.
260.000 X 13 krónur (sem er söluverð raðarinnar) = 3.380.000 Íkr.
Samtals er því vinningsupphæðin 169.000.000 + 3.380.000 = 172.380.000 Íkr.

40% af upphæðinni fer í 1. vinning (13 rétta).
Svíþjóð og S.Afríka; 13.000.000 Skr X 40% = 5.200.000 Skr x 13 = 67.600.000 Íkr
Ísland; 260.000 Skr X 40% = 104.000 Skr X 13 = 1.352.000 Íkr.
Samtals 1. vinningur fyrir 13 rétta er 67.600.000 + 1.352.000 = 68.952.000 Íkr.
7 raðir koma fram með 13 rétta:
68.952.000 /7 = 9.850.285,64.
Dregið frá 1%: 9.850.285,64 X 1% = 9.751.782,79.
Lækkað niður í næsta tug: 9.751.782,79 Íkr lækkar í 9.751.780.
Vinningsupphæðin er því 9.751.780 íslenskar krónur sem tipparar fá fyrir 13 rétta í ofangreindu dæmi.
Sama aðferð er notuð við útreikning á 2. 3. og 4. vinningsflokki.